Kótilettukvöld í Höllinni

Ása Ingibergsdóttir, fulltrúi ADHD Samtakanna í Vestmannaeyjum tekur á móti styrknum fyrir hönd samt…
Ása Ingibergsdóttir, fulltrúi ADHD Samtakanna í Vestmannaeyjum tekur á móti styrknum fyrir hönd samtakanna

Síðastliðinn fimmtudag var áttunda Kótilettukvöldið haldið í Höllinni í Vestmanneyjum. Kvöldið sem byrjaði sem lítill karlaklúbbur þar sem menn kæmu sama til þess að borða kótilettur hefur nú snúist upp í viðburð þar sem á þriðja hundarð manns kemur saman.

Ágóði af viðburðinum hefur í nokkurn tíma verið færður til félagasamtaka og voru ADHD Samtökunum og Einhug sem er félag einhverfra og aðstandenda þeirra styrkþegar þetta árið. Minningarsjóð Gunnar Karls Haraldssonar hlaut einnig styrk.

ADHD Samtökin vilja koma á framfæri þökkum sínum til þeirra sem standa á bak við þennan frábæra viðburð. Samhugur Eyjamanna er ávallt til fyrirmyndar og öðrum til eftirbreytni.