Kvíði unglinga með ADHD

Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD
Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um Kvíða unglinga með ADHD, miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum unglinga með ADHD.

Umsjón með fundinum hefur Solveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna. Solveig er höfundur hinnar rómuðu bókar, Ferðalag í flughálku - Unglingar og ADHD, sem ADHD samtökin gáfu út fyrir skömmu. Með virkri þátttöku fundargesta gefst gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og fá góð ráð sem virka í hversdagslífinu. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bækling samtakanna um þetta efni, og önnur.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrá vorannar 2019 hér: Spjallfundir ADHD samtakanna vorið 2019.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.