Lífið með ADHD - ADHD og íþróttir

Lífið með ADHD – Hildur Öder og Björgvin Páll Gústafsson um ADHD og íþróttir.
Lífið með ADHD – Hildur Öder og Björgvin Páll Gústafsson um ADHD og íþróttir.

Lífið með ADHD er nýtt hlaðvarp ADHD samtakanna, sem reglulega mun birta viðtalsþætti á ruv.is og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Í nýjasta þættinum af Lífið með ADHD mæta þau Hildur Öder Einarsdóttir og ólympíufarinn Björgvinn Páll Gústavsson og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Bæði Hildur og Björgvin hafa stundað íþróttir frá barnsaldri og telja þau íþróttastarfið hafa gert þeim gott. Hildur skrifaði nýverið Meistara ritgerð um ADHD og íþróttir sem hún segir stuttlega  frá og Björgvin Páll segir okkur frá reynslu sinni af lífinu með ADHD, innann vallar og utan. 

Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum:

 Lífið með ADHD – Hildur Öder og Björgvin Páll

 

Lífið með ADHD, hlaðvarp ADHD samtakanna er  í umsjón Karitasar Hörpu Davíðsdóttur og mun hún fá til sín góða gesti í 40-50 mínútna spjall, sem miðla af reynslu sinni og þekkingu, ekki síst af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland við fróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki...