Lífið með ADHD - Anna Tara Andrésdóttir

Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Barcelona
Anna Tara Andrésdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Barcelona

Í þættinum ræðir Bóas Valdórsson við Önnu Töru Andrésdóttur doktorsnema við Háskólann í Barcelona en í rannsóknum sínum leggur hún sérstaka áherslu á konur með ADHD. Anna Tara lauk BS gráðu í sálfræði og viðbótardiplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í rannsóknum í hegðun og hugarstarfsemi frá Háskólanum í Barcelona.

Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.

Anna Tara flutti nýverið fyrirlestur á málþingi ADHD samtakanna undir yfirskriftinni Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD og er hægt að nálgast hann í heild sinni hér: https://youtu.be/DKauu18V3SQ?t=3362

Hlaðvarp ADHD samtakanna í umsjón Bóas Valdórssonar. Góðir gestir miðla reynslu sinni af lífinu með ADHD. Gleði, sorgir, sigrar og óborganlegar lífsreynslusögur í bland viðfróðleik um ADHD. Allt sem þú hélst að þú vissir um ADHD, en vissir í raun ekki.

Þáttinn í heild má nálgast hér að neðan og í öllum helstu hlaðvarpsveitum: https://open.spotify.com/episode/3rN7trTQtIjOi6Z9ubynBL?si=d6b88140f73a4960