Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir

 Hvað ræður för?

 Málþing um börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir.

  

Fyrir aðstandendur barna með sérþarfir, alla sem veita þeim þjónustu

og aðra sem láta sig velferð þeirra varða.

 

Sjónarhóll– ráðgjafarmiðstöð stendur fyrir málþingi um

börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir.

fimmtudaginn 29. mars 2012,  kl. 12.30 – 16.30 á Hótel Nordica.

 Á málþinginu verður fjallað um hegðunar- og geðraskanir barna út frá víðu sjónarhorni. Hvernig er staða mála í dag? Hvert erum við að stefna? Hvað þarf að bæta? Erindi flytja einstaklingar með sérþarfir og aðstandendur þeirra auk fagfólks.

 Foreldrar, systkini, afar og ömmur, starfsfólk og ráðgjafar skóla á öllum skólastigum, fulltrúar félagasamtaka, starfsfólk félagsþjónustu og  heilbrigðisstofnana og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.