Náin sambönd og ADHD

Náin sambönd og ADHD
Náin sambönd og ADHD

ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund, um náin sambönd og ADHD, miðvikudaginn 16. janúar nk. kl. 20:30. Fundurinn verður í fundarsal samtakanna að Háaleitisbraut 13 - IV.hæð og er ætlaður fullorðnum einstaklingum með ADHD og mökum þeirra.

ADHD gefur nánum samböndum og foreldrahlutverkinu sérstakann blæ - miklar tilfinningar, áfergju og gleði en einnig áskoranir sem mikilvægt er að þekkja og kunna að bregðast við. 

Umsjón með fundinum hefur Elín H. Hinriksdóttir, formaður ADHD samtakanna, en með virkri þátttöku fundargesta gefst gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og fá góð ráð sem virka í hversdagslífinu. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bækling samtakanna um þetta efni, sem gefin var út fyrri nokkru.

Allir eru velkomnir, félagsmenn sem aðrir. Það verður heitt á könnunni og að sjálfsögðu kostar ekkert að taka þátt.

Spjallfundir ADHD samtakanna eru fyrsta og þriðja miðvikudag í hverjum mánuði og má sjá dagskrá vorannar 2019 hér: Spjallfundir ADHD samtakanna vorið 2019.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.