Nám í fötlunarfræðum - spennandi valkostur

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2012

Fötlunarfræði er fræðigrein sem leggur áherslu á félagslegan skilning og þátt menningar og umhverfis í að skapa og viðhalda fötlun. Markmið námsins er að veita nemendum fræðilega og hagnýta þekkingu á fjölbreytilegum þáttum sem varða fatlað fólk og aðstæður þess. Fræðileg umfjöllun er sett í samhengi við þróun skilnings á fötlun og rýnt í ímyndir fötlunar og fatlaðs fólks í dægurmenningu, fjölmiðlum og almennri orðræðu. Lögð er áhersla á reynslu fatlaðs fólks í öllum viðfangsefnum námsins og áhrif mannréttinda á stefnumótun og lagasetningar á alþjóðlegum vettvangi.

Námið er opið öllum þeim sem hafa lokið BA prófi eða sambærilegri menntun. Nemendur af sviðum félags-, hug-, heilbrigðis-, raun- og menntavísinda, lista og menningar eru boðnir velkomnir. Ekki er gerð krafa um að fólk hafi lokið grunnnámi á sviði fötlunar.

Í boði eru eftirfarandi námsleiðir:

 

  • Fötlunarfræði rannsóknanám, MA 120 ECTS
  • Starfstengt rannsóknanám, MA 120 ECTS
  • Fötlunarfræði með áherslu á margbreytileika, MA 120 ECTS
  • Fötlunarfræði og opinber stjórnsýsla, MA 120 ECTS
  • Diplómanám í fötlunarfræðum, 30 ECTS
  • Doktorsnám, 180 ECTS

Nánari upplýsingar um námið fæst á námsvef fötlunarfræða http://www.hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/felags_og_mannvisindadeild/nam/fotlunarfraedi

eða hjá Hönnu Björg Sigurjónsdóttur hbs@hi.is dósent, sími 525-4344 og hjá Höllu Maríu Halldórsdóttur hmh@hi.is verkefnisstjóra á skrifstofu félags- og mannvísindadeildar, sími 525-4537.

Rafræn umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu félags- og mannvísindadeildar

http://www.hi.is/is/felagsvisindasvid_deildir/felags_og_mannvisindadeild/nam/umsokn