Námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD hefst þann 11. september - Enn hægt að skrá sig á fjarnámskeið.

Námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD verður að þessu sinni, vegna met þátttöku,  haldið í sal Seljakirkju að Hagaseli 40, 109 Reykjvík.

Námskeið verður haldið tvo laugardaga í röð, 11. & 18. september frá kl. 10:00-15:00 hvorn daginn.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.

Boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn.

Skipulag og dagskrá: 

 

Laugardagur 11.september 

10:00 – 11:15      Hvað er ADHD?

                       Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur

11:15-11:30         Hlé

 

11:30 – 12:45      ADHD og nám

                        Haukur Ö. Pálmasson sálfræðingur

 

12:45 – 13:30      Matarhlé

                                   

13:30 – 14:45      Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert?

                        Þórdís Bragadóttir sálfræðingur

 

14:45 – 15:00      Umræður

 

Laugardagur 18.september  

 

10:00 – 11:15        Lyfjameðferð við ADHD

                         Ólafur Guðmundsson, barnageðlæknir

 

11:15 – 12:30        Kvíði og líðan barna með ADHD

                         Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur

 

12:30 – 13:00       Matarhlé

 

13:00 – 14:15       Samskipti innan fjölskyldna barna með ADHD

                         Bóas Valdórsson sálfræðingur

 

14:15 – 14:45       Umræður

 

 

 SKRÁNING HÉR