Náum áttum - Brotthvarf úr framhaldsskóla

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hótel næstkomandi miðvikudag, 22. janúar undir yfirskriftinni "Brotthvarf úr framhaldsskólum". Þar verður sjónum beint að því hvar við stöndum varðandi brottfall nemenda, hvað tölur segja, hvaða úrræði eru til staðar, virkni þeirra og hvaða úrræða er þörf.

Á fundinum greinir Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá niðurstöðum skráninga um ástæður fyrir brotthvarfi nemenda úr íslenskum framhaldsskólum 2013.

Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskóla flytur erindi sem ber yfirskriftina "Hvenær hættir maður í skóla og hvenær hættir maður ekki í skóla?".

Loks flytur Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunar erindið "Tækifæri á hliðarlínunni - inná brautina aftur".

Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir.
Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.000 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.

 

 

Skráning HÉR

www.naumattum.is