Náum áttum: Geðheilbrigði barna

Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnamál efnir til morgunverðarfundar á Grand Hóteli, miðvikudagin 18. mars undir yfirskriftinni "Geðheilbrigði barna"

Fyrirlesarar eru þau María Hildiþórsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls, ráðgjafamiðstöðvar, Sigrún Daníelsdóttir Verkefnastjóri geðræktar Embætti landlæknis og Hákon Sigursteinsson sálfræðingur, þjónustumiðstöð Breiðholts. Erindi þeirra fjalla um börn með geðrænan vanda og stöðu foreldra, geðrækt í skólastarfi, geðheilbrigði barna, forvarnir í nærumhverfi, viðbrögð, úrræði og nýjar leiðir. Í lok fundarins verða opnar umræður. Fundarstjóri er Salbjörg Bjarnadóttir.

Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10.
Þátttökugjald er 2.400 krónur og er morgunmatur innifalinn í gjaldinu.

Skráning á fundinn