Ný bók um stýrifærni krakka með ADHD

Lærðu að skipuleggja og gera áætlanir - Þjálfun í stýrifærni fyrir krakka með ADHD, er nýjasta bókin í Lærðu að... bókaröðinni, eftir klíníska sálfræðinginn Kathleen G. Nadeau en áður hafa komið út á Íslensku bækurnar; Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi og Lærðu að hægja á og fylgjast með. Kathleen er alþjóðlega þekktur höfundur og fræðimanneskja á sviði ADHD og sannarlega fengur að fá að aðra bók frá henni en þessi bók er sem fyrr þýdd af Gyðu Haraldsdóttur.

Þessari bók er ætlað að taka á því hvernig við skipuleggjum okkur betur en eins og segir aftan á kápunni: Ef þú ert fær í að skipuleggja og gera áætlanir gengur allt betur í lífinu. Og vittu til – þessi færni hjálpar þér líka við að ná markmiðum þínum! Bókin er full af dæmum, verkefnum og ýmsu skemmtilegu og getur hjálpað þér að:

  • Skapa góðar venjur
  • Skipuleggja dótið þitt
  • Hafa stjórn á tíma
  • Útbúa áminningar fyrir þig
  • Búa til rútínur
  • Koma hlutum í verk
  • Skipuleggja verkefni
  • … og margt fleira

Sannarlega eitthvað sem allir geta nýtt sér, ADHD eður ei. Bókina er hægt að nálgast í vefverslun ADHD samtakanna - kaupa bók.