Ný viðhorf til náms

 http://www.frae.is/frettir/nr/367/

Ný viðhorf til náms er yfirskrift ráðstefnu sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norrænt tengslanet um nám fullorðinna halda í samstarfi, föstudaginn 2. desember kl. 13.30-16.30 á Hótel Reykjavík Natura.

Þema ráðstefnunnar er nýjungar og nýsköpun.
Aðalfyrirlesarar eru Dr. Jyri Manninen, prófessor við Háskólann í Austur Finnlandi, Margrét Friðriksdóttir, skólameistari MK, Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna hér.   Á ráðstefnunni verður tilkynnt um val á fyrirmyndum í námi fullorðinna og Gátt 2011 verður gefin út.

Aðgangur er ókeypis en við biðjum þá sem óska eftir að taka þátt í fundinum um að skrá sig. 
Smelltu hér til að skrá þig