Nýir ADHD bolir

Nýir afmælisbolir ADHD samtakanna.
Nýir afmælisbolir ADHD samtakanna.

Nýir ADHD bolir voru að lenda í vefverslun samtakanna.

Bolirnir eru skreyttir af listamönnunum Hugleiki Dagssyni og Hjalta Parelius í tilefni 35 ára afmælis ADHD samtakanna.

Annars vegar er um að ræða boli hannaða af listamanninum Hjalta Parelius en hann hefur getið sér gott orð fyrir verk sín sem geta flokkast undir popp- og klippimyndalist. Bolinn verður hægt að fá í bláum, grænum og gulum litum.

Hins vegar eru bolir hannaðir af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem óþarft er að kynna enda vel þekktur á Íslandi. Hann hefur áður hannað endurskinsmerki fyrir samtökin og erum við honum þakklát fyrir stuðninginn gegnum árin. Hugleiks bolirnir koma í tveimur útgáfum sem sjá má í vefverslun ADHD samtakanna.

Báðar tegundir eru fáanlegar í dömu-, unisex- og barnasniðum.

Hægt er að máta og nálgast bolina á skrifstofu samtakanna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Einnig er hægt að fá þá senda hvert á land sem er. ATH: sendingargjald leggst á allar sendingar.

Tryggðu þér eintak í vefverslun okkar!