Nýr starfsmaður ADHD samtakanna

Sindri Freyr Ásgeirsson, verkefnastjóri upplýsingamála.
Sindri Freyr Ásgeirsson, verkefnastjóri upplýsingamála.

Sindri Freyr Ásgeirsson hefur verið ráðinn á skrifstofu ADHD samtakanna sem verkefnastjóri upplýsingamála. Hann er að ljúka námi í stjórnmálafræði og hefur á síðustu árum komið víða við. Sindri Freyr hefur í störfum sínum unnið við markaðs- og kynningamál og því mikill fengur fyrir samtökin að fá hann til starfa.

Sindri Freyr mun sinna verkefnum er varða upplýsingamiðlum, kynningar- og markaðsmál ásamt því að hann mun sinna daglegum verkefnum á skrifstofunni.

Við bjóðum Sindra Frey velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins!