Reykjanesbær: Fræðslufundur um ADHD og lyf

ADHD samtökin bjóða Suðurnesjabúum upp á fræðslufund um ADHD og lyf næstkomandi fimmtudagskvöld. Fundurinn er í samvinnu við Reykjanessapótek og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ. Fyrirlesarar eru Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari. Fundurinn verður í Íþróttaakademíunni v/Krossmóa, Sunnubraut 35, Reykjanesbæ og hefst klukkan 19:00.

Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.