Samskiptafærni í parasamböndum - Rannsóknarverkefni

ADHD samtökin hafa efnt til samstarfs við Ragnhildi Bjarkadóttur og Hjördísi Unni Másdóttur, meistaranema í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Þær hyggjast rannsaka áhrif kjarnaeinkenna og fylgiraskana ADHD á bjargráð og samskiptafærni í parasamböndum.

Óskað er eftir þátttakendum í rannsóknina, pörum sem eru í sambúð og hafa verið í a.m.k. sex mánuði.

Rannsóknin fer þannig fram að þátttakendum verður boðið að svara sálfræðilegum spurningalistum í viðtali en stefnt er að því að fá 120 þátttakendur eða 60 pör.

Hvert viðtal mun taka um 30 mínútur.

Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna HÉR.

Einnig er hægt að hafa samband með síma / tölvupósti vegna upplýsinga:

 

Ábyrgðaraðili og leiðbeinandi rannsóknarinnar er Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur hjá VIRK, s. 535 5733 eða linda@virk.is

Þeir sem vilja taka þátt í rannsókninni sendi tölvupóst á adhd@adhd.is

Það er von ADHD samtakanna að félagsmenn taki vel í þessa beiðni og leggi sitt af mörkum til að auka þekkingu á röskuninni, sem aftur leiðir til þess að þróa má betri bjargráð til handa einstaklingum með ADHD.

Skilningur skiptir máli - Stuðningur skapar sigurvegara

Senda Póst til ADHD samtakanna