Sjálfstyrkinganámskeið fyrir fullorðna hjá Sjálfsbjörg

 

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar verður með sjálfstyrkingarnámskeið 22. janúar 2013 frá 16:30 til 19:30.

Langar þig til að koma eina kvöldstund á sjálfsstyrkingarnámskeið og fá léttan  kvöldverð?

Það er alltaf gott að efla sig og styrkja og tilvalið að koma eina kvöldstund og næra líkama og sál. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi, gefur okkur góð ráð um hvernig við getum styrkt okkur sjálf og jafnframt munum við borða saman kvöldverð. Kvöldverður er innifalinn í námskeiðsgjaldi.

Verð kr. 7.000.-

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Bachmann ráðgjafi, umsjón fræðslumála
gudny@sjalfsbjorg.is

Þekkingarmiðstöð Sjálfbjargar
Hátúni 12 | 105 Reykjavík
Sími: 5 500 118
www.thm.is