Skrifstofuherbergi til leigu í húsi með góðu fólki sem vinnur að bættu samfélagi

9 fermetra skrifstofuherbergi á 4. hæð í lyftuhúsi á Háaleitisbraut 13 er til leigu. Herbergið er bjart með stórum gluggum og skrifstofuhúsgögnum . Mánaðarleiga er aðeins kr. 45.000 innifalið í leigunni er; hiti, rafmagn, þrif, afnot  af fundarherbergi á hæðinni, fín kaffiaðstaða, nýmalað kaffi alla daga, svalir með útsýni, góður vinnuandi og fullt af fólki sem er hafsjór af fróðleik um hið góða í lífinu :)  

Á Háaleitisbraut 13 starfa: Ráðgjafamiðstöðin Sjónarhóll, Fjölskyldumiðstöðin, CP félagið, Umsjónarfélag einhverfra, ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Umhyggja félag einstakra barna, Einstök börn, Átak félag fólks með þroskahömlun, Félag áhugafólks um Downs og Tölvumiðstöð fatlaðra.

Herbergið er laust til leigu í dag. Nánari upplýsingar veitir Guðríður Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri Sjónarhóls í síma 535 1900 eða í tölvupósti gudridur@sjonarholl.net