Sölufólk óskast - endurskinsmerki ADHD samtakanna 2020

Endurskinsmerki ADHD samtakanna 2020.
Endurskinsmerki ADHD samtakanna 2020.

Undanfarin mörg ár hafa ADHD samtökin staðið fyrir opinberri fjársöfnun í formi sölu á endurskinsmerkjum, hönnuðum af Hugleiki Dagssyni. Sala endurskinsmerkjanna hefur farið fram í október, alþjóðlegum vitundarmánuði fólks með ADHD og er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum samtakanna.

Að þessu sinni mun sala endurskinsmerkjanna fara fram dagana 3-17 október nk og leita ADHD samtökin nú til félagsmanna sinna og velunnara um allt land, um að taka þátt i sölunni. Góðar tekjur eru í boði fyrir duglegt sölufólk.

Áhugasamir geta haft samband við framkvæmdastjóra ADHD samtakanna næstu daga í netpósti: hrannar@adhd.is