Spjallfundir ADHD samtakanna á miðvikudögum haustið 2018

ADHD samtökin eru 30 ára
ADHD samtökin eru 30 ára



Spjallfundaröð haustsins hefst næsta miðvikudag 12. september og er fyrsti fundur ætlaður foreldrum og forráðamönnum og er fundarefnið: Hvar er draumurinn? - Svefnvandi. Umsjón með fundinum hefur Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og ritari stjórnar ADHD samtakanna. 

Fundirnir eru ýmist ætlaðir foreldrum og forráðamönnum eða fullorðnum einstaklingum með ADHD. Þeir verða haldnir á miðvikudagskvöldum á Háaleitisbraut 13 og hefjast kl. 20:30 og er áætlað að þeim ljúki eigi síðar en kl. 22. 

Umsjón með spjallfundum haustsins hafa meðal annarra: Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur, Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir, Haukur Hilmarsson félagsráðgjafi og fjármálasérfræðingur, Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur og Vilhjálmur Hjálmarsson leikari og varaformaður ADHD samtakanna.

Heitt á könnunni og kostar ekki neitt :)

Hér má sjá spjallfundaröð haustsins á heimasíðu samtakanna: https://www.adhd.is/is/fraedsla-og-namskeid/spjallfundir-haustonn-2018

Verið öll hjartanlega velkomin!