Spjallfundur í kvöld fyrir foreldra og forráðamenn

ADHD samtökin minna á spjallfund í kvöld, miðvikudag 27. janúar, fyrir foreldra og forráðamenn. Yfirskrift fundarins er "svefnvandi barna og morgunrútína".

Elín H. Hinriksdóttir, sérkennari og formaður ADHD leiðir fundinn.

Fundurinn verður að Háaleitisbraut 13 - 4.hæð og hefst klukkan 20:30

Allir velkomnir í kaffi og notalega stund án endurgjalds.