Spyr um greiningar á börnum með ADHD

Páll Valur Björnsson og Kristján Þór Júlíusson
Páll Valur Björnsson og Kristján Þór Júlíusson

Hversu langir eru biðlistar og biðtími eftir greiningu á ofvirkni og athyglisbresti (ADHD) og skyldum röskunum hjá börnum? Þannig spyr Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar en fyrirspurn hans til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbigðisráðherra var lögð fram á Alþingi í dag. Páll Valur er einn talsmanna barna á Alþingi en hópinn skipa þingmenn úr öllum flokkum sem hafa setið námskeið á vegum UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna um Barnasáttmálann og notkun hans sem hagnýts verkfæris við ákvarðanatöku og stefnumótun.

Þingmaðurinn spyr heilbrigðisráðherra ennfremur um hvað íslensk stjórnvöld hafi gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva, sbr. ábendingu í úttekt barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2011 varðandi greiningar á börnum með ADHD og skyldar raskanir?

Óskað er eftir skriflegu svari og skal ráðherra, samkvæmt þingskaparlögum, senda forseta Alþingis svarið að jafnaði, eigi síðar en 15 virkum dögum eftir að fyrirspurn kemur fram.

Fyrirspurn Páls Vals