Stelpur í stuði - Laus pláss

Enn eru laus pláss í sumarbúðirnar Stelpur í stuði í Vindáshlíð. Flokkurinn er ætlaður 10 til 12 ára stelpum með ADHD. Skráning fer fram á vef KFUM.

Hlíðarmeyjar í Vindáshlíð bjóða uppá sumarbúðir fyrir 10-12 ára stúlkur með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir. Að þessu sinni verður flokkurinn Stelpur í stuði frá 30. júlí og til 2. ágústs.

Markmið stelpna í stuði

Markmiðið með Stelpum í stuði er að bjóða þennan hóp stúlkna velkominn í sumarbúðir í Vindáshlíð þar sem þörfum þeirra verður mætt á skilningsríkan og uppbyggilegan hátt.

Aðstaðan í Vindáshlíð

Vindáshlíð er frábær staður fyrir kraftmiklar og vaskar stúlkur. Þar íþróttahús, fótboltavöllur, frábærar gönguleiðir, ævintýralegur skógur, bókasafn ofl. Dagskráin í Vindáshlíð er fjölbreytt og samanstendur af frjálsum dagskrártilboðum, kvöldvökum, kristinni fræðslu, söng, mikilli útiveru og reglulegum matartímum. Dagsskipulag Vindáshlíðar er afar heppilegt fyrir stúlkur með ADHD vegna þess að ramminn er skýr, þau hafa sitt sæti við sitt borð í matsalnum og hafa hver sína bænakonu/umsjónarkonu í svefnsal og herbergjum. Matartímar eru mjög reglulegir. Fjölmörg tilboð um viðfangsefni sem mæta ólíkum áhugasviðum. Mun fleiri starfsmenn verða í þessum flokk en í hefðbundnum flokkum og því auðveldara að mæta hverri og einni á hennar forsendum.

Skráning og frekari upplýsingar