Stofnfundur ADHD Suðurlands

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Þá er komið af því að við hleypum ADHD Suðurland af stokkunum. Eins og með svo margt þá frestaðist stofnun ADHD Suðurlands vegna Covid19 en nú stefnum við ótrauð inn í haustið og boðum til stofnfundar fimmtudaginn 9. september nk. Þar sem að skólarnir eru að byrja ætlum við að fá stuttan fyrirlestur um hvernig á að minnka kvíða við heimanám. 

Dagskrá fundarins:
1. Setning fundar og stefna félagsins
2. Hvernig á að læra án þess að gubba - stuttur fyrirlestur um nám og ADHD
3. Kynninga á dagskrárdrögum vetursins.
4. Opin umræða

Fundurinn verður haldinn í Barnaskóla Eyrarbakka og Stokkseyrar Stjörnusteinum 2, Stokkseyri. Húsið opanar kl: 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00 og eru kaffiveitingar á staðnum.