Styttri opnunartími vegna fjárskorts

ADHD samtökin hafa því miður þurft að stytta opnunartíma skrifstofu vegna fjárskorts. Samtökin voru áður með tvo starfsmenn í allt að 1,7 stöðugildi en eru nú einungis með einn starfsmann sem sinnir hlutverki framkvæmdastjóra.

Vegna þessa er nauðsynlegt að stytta opnunartíma skrifstofu og verður framvegis opið alla virka daga frá kl. 13-16 og er símaþjónusta einnig opin á sama tíma. Þá er hægt að senda tölvupóst á póstfangið adhd@adhd.is

Er það von stjórnar ADHD samtakanna að stjórnvöld sjái sér fært um að styrkja grunnrekstur samtakanna fyrir árið 2013 með því móti að hægt verði að ráða einn starfsmann til viðbótar og halda áfram því góða starfi og þeirri hagsmunabaráttu sem samtökin hafa unnið ötullega að síðastliðin ár.