Sumarbúðir KFUM fyrir börn með ADHD

Líkt og fyrri ár býður KFUM upp á sumarbúðadvöl fyrir börn með ADHD. Skráning er nú í fullum gangi í Gauraflokk í Vatnaskógi og Stelpur í stuði í Kaldárseli.

Gauraflokkurinn í Vatnaskógi er ætlaður fyrir stráka á aldrinum 10-12 ára með ADHD og skyldar raskanir.

Dvölin hefst mánudaginn 8. ágúst og lýkur föstudaginn 12. ágúst.

Eins og áður verða færri strákar og mun fleira starfsfólk en í hefðbundnum flokkum.

Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli bjóða einnig upp á fimm daga dvöl í sumarbúðunum fyrir 10-12 ára stúlkur með ADHD og skyldar raskanir. Flokkurinn nefnist Stelpur í stuði og hefst mánudaginn 11. júlí og lýkur föstudaginn 15.júlí.

Um það bil helmingur starfsfólksins er með sérmenntun eða reynslu af vinnu með börn og unglinga.

Hér er hægt að sækja um dvöl í Gauraflokki

Hér er hægt að sækja um dvöl í Stelpur í stuði

Vefur KFUM

fb-síða KFUM