Áfram veginn - Fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD

Nú eru síðustu forvöð til þess að skrá sig á Áfram veginn.

Áfram veginn er fjarnámskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeið sem leggur áherslu á styrkleika ADHD. Unnið er að því að auka skilning hvers og eins á sínu ADHD, hvernig hægt er að auka stjórn og lífsgæði í daglegu lífi.

Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM laugardagana 5. og 12. nóvember 2022 frá klukkan 11. til 13. báða daganna.

Megin þemu námskeiðsins eru:

Taugaþroskaröskunin ADHD
Stýrifærni heilans
Greiningarferli ADHD
Mikilvægi greiningar og sáttar við greiningu
Þróun sjálfsmyndar og fylgiraskanir ADHD
Hugræna líkanið
Styrkleikar ADHD
Bjargráð verða kynnt til sögunnar
Kynning á meðferðarúrræðum fyrir ADHD

Leiðbeinendur vefnámskeiðsins eru : Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD-og einhverfu markþjálfi

Nánari upplýsingar og skráning er að finna hér á heimasíðu samtakanna - https://www.adhd.is/is/namskeid-og-spjallafundir/afram-veginn