Þökkum mæðgunum Írisi Dögg og Anítu von fyrir stuðninginn

Aníta Von og Íris Dögg
Aníta Von og Íris Dögg
ADHD samtökin þakka mæðgunum Írisi Dögg og Anítu Von fyrir að hlaupa í þágu samtakanna í fjölskylduhlaupi 12. maí síðastliðinn sem farið var frá Árbæjarþreki. Þær söfnuðu 31.000 krónum og vöktu athygli á málefnum samtakanna sem er virðingarvert. Framtak sem þetta skiptir miklu máli fyrir samtökin, sérstaklega að vakin sé athygli á ADHD og að upplýst umræða fari fram því hún upprætir fordóma.