Spegillinn RÁS 1: Sálfræðingar og markþjálfar í stað lyfjanotkunar

Þröstur Emilsson og Þórgunnur Ársælsdóttir
Þröstur Emilsson og Þórgunnur Ársælsdóttir

„Lyfin eru aðalmeðferðin við ADHD og mjög stór hluti þeirra sem taka þau fá af þeim hjálp. Það hefur ekki verið sýnt fram á að eingöngu markþjálfun eða sálfræðimeðferð gefi marktækan árangur.“ Þetta sagði Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður Geðlæknafélags Íslands meðal annars í viðtali við Spegilinn á RÁS 1. Spegillinn hefur að undanförnu fjallað ítarlega um áform heilbrigðisráðherra þess efnis að draga úr notkun ADHD-lyfja.

Ekki er alveg ljóst hvaða úrræði verða í boði fyrir þá sem neitað verður um metílfenýdatlyf eða önnur ADHD-lyf. Einhverjum verður beint í sálfræðimeðferð og markþjálfun en ekki liggur fyrir hvort eða að hve miklu leyti slík meðferð mun falla undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands, hvernig þjónustunni verður háttað eða hvar hún verður veitt.

Formaður Geðlæknafélags Íslands segir skýrt að lyfin virki.

„Það er búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Svona umræða kemur alltaf upp reglulega. Það er alltaf hægt að leika sér með tölur eða benda á að einhver rannsókn sé ekki fullkomin, segir Þórgunnur Ársælsdóttir.“

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra vill draga úr notkun ADHD-lyfja og beina þeim sem greindir eru með röskunina í auknum mæli í sálfræðimeðferð og markþjálfun. Til stendur að fjölga sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. Ráðherra hefur sagt að þrefalt fleiri noti ADHD-lyf hér á landi en í nágrannalöndunum og misnotkun á þeim sé einnig tíðari.

Cochrane-rannsóknarmiðstöðin birti nýverið niðurstöður kerfisbundinnar úttektar á þeim rannsóknum sem fyrir liggja um virkni lyfjanna. Niðurstaðan var á þá leið að rannsóknir á virkni lyfjanna væru ófullnægjandi.

Spegillinn á RÁS 1 hefur fjallað um þetta undanfarna daga. Þórgunnur Ársælsdóttir, formaður geðlæknafélags Íslands og meðlimur í ADHD-teymi Landspítalans og Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, ræddu á dögunum málið við Arnhildi Hálfdánardóttur.

Viðtal Spegilisins við Þórgunni Ársælsdóttur og Þröst Emilsson 22. janúar 2016


Spegillinn á RÁS 1

Læknar ávísa tvöföldum hámarksskammti

Notkun ADHD-lyfja gæti farið vaxandi

Gagnsemi lyfjanna ósönnuð

Það er pressa, fólk vill fá ADHD-lyf


Senda ADHD samtökunum póst