Tök á tilverunni: Námskeið við athyglisbresti og kvíða

Tök á tilverunni er námskeið sem Kvíðameðferðarstöðin býður upp á í febrúar. Þar verður veitt fræðsla um athyglisbrest á fullorðinsárum og kenndar leiðir til að draga úr hamlandi áhrifum athyglisbrests með bættu skipulagi, athygli, minnistækni, tímastjórnun og bjargráðum við frestunaráráttu.

Markmiðið er að þátttakendur nái að nýta hæfileika sína, öðlist aukið öryggi og geti dregið úr kvíða með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Að auki er hugað að bættum tengslum við fjölskyldu og vini. Boðið er upp á sérstakt fræðslukvöld fyrir aðstandendur.

Hér má sjá umfjöllunarefni hvers tíma.

  • Tími 1. Fræðsla um athyglisbrest og kvíða
  • Tími 2. Bætt athygli og minnistækni
  • Tími 3. Áhyggju og kvíðastjórnun
  • Tími 4. Bætt skipulag og tímastjórnun
  • Tími 5. Dregið úr frestun og lífið einfaldað
  • Tími 6. Bætt samskipti og ADHD-vænt fjölskyldulíf
  • Tími 7. Uppbyggilegt hugarfar og sátt

Námskeiðið hefst 6. febrúar og verður á fimmtudagseftirmiðdögum frá 15-17, alls sjö skipti.
Innifalin eru tvö símaviðtöl við hvern þátttakanda milli meðferðartíma.

Verð námskeiðs er 49 000, sjúkrasjóðir stéttarfélaga kunna að niðurgreiða námskeiðið.
Fólk þarf ekki að hafa hlotið greiningu á athyglisbresti með eða án ofvirkni (ADHD) til að koma á námskeiðið og má sækja námskeiðið hvort sem það er á lyfjum við vandanum eður ei.

Til að sækja námskeiðið þarf hins vegar að koma í matsviðtal til leiðbeinenda námskeiðs áður en námskeiðið hefst. Matsviðtalið kostar 13 000 krónur aukalega og er vandinn þar kortlagður ítarlega og metið hvort námskeiðið geti komið að gagni.

Stjórnendur námskeiðs eru Sigríður D. Benediktsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar en námskeiðið hefur verið haldið áður með góðum árangri.

Sigríður er sérfræðingur í klínískri sálfræði, hefur áratuga reynslu af greiningu og meðhöndlun ADHD.
Sóley hefur einnig umfangsmikla reynslu af greiningu vandans en hefur sérhæft sig í meðhöndlun kvíða.

Skráning fram í síma 534-0110 eða með því að senda tölvupóst á kms@kms.is