Unglingar og ADHD - fræðslufundur á Facebook

Opinn fræðslufundur á Facebook um Unglinga og ADHD.
Opinn fræðslufundur á Facebook um Unglinga og ADHD.

Á meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, munu ADHD samtökin standa fyrir vikulegum opnum fræðslufundum um ýmis málefni tengd ADHD. Miðvikudaginn 15. apríl næst komandi kl. 19:30 verður fjallað um Unglinga og ADHD. Fræðslufundunum verður streymt beint á Facebook síður samtakanna - ADHD samtökin, ADHD Eyjar og ADHD Norðurland.

Fræðslufundirnir sem þegar hafa verið ákveðnir eru þessir - sjá nánar á Facebook viðburði fræðslufundanna:

15. april kl. 19:30 - Unglingar og ADHD.

Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, stjórnarkona í ADHD samtökunum og höfundur verðlaunabókarinnar Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD fer yfir þær fjölbreyttu áskoranir sem unglingar með ADHD ganga í gengum á þessu viðkæma aldursskeiði og horfir sérstaklega til þess erfiða ástands sem nú ríkir í samfélaginu, þegar kærkomnar rútínur eru brotnar upp og óvissa ríkir. Ekki er ólíklegt að kvíði, streita og jafnvel mótþrói gerir meira vart við sig í því ástandi sem nú ríkir og þá er mikilvægt að þekkja leiðir sem virka... setja hæfilegar kröfur og laga sig að nýjum aðstæðum. Ýmislegt er til ráða og mun Sólveig miðla af reynslu sinni og svara spurningum eftir megni. Þeir sem vilja leggja spurningar fyrir Sólveigu, nafnlaust eða undir nafni, geta sent henni spurningar hér.

22. apríl kl. 19:30 - Lyf og ADHD.
Umsjón: Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna og Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

29. apríl kl. 19:30 - ADHD, svefn og streita.
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

6. maí kl. 19:30 - Taktu stjórnina - ADHD markþjálfun.
Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.

13. maí kl. 19:30 - Náin sambönd og ADHD.
Umsjón: Elín Hinriksdótir, formaður ADHD samtakanna.


Fræðslufundirnir verða opnir öllum opnir en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin og styrkja þannig starfsemina geta gert það hér:
https://www.adhd.is/is/styrkja/gerast-felagsmadur-beintengt

Þá vekjum við athygli á vefverslun samtakanna, en þar er m.a. hægt að fá margskonar fikt-, leik- og þroskandi vörur og fjölda bóka sem nýst geta vel við nám og daglegt líf með ADHD. Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérkjara á ýmsum vöruflokkum. Vefverslun ADHD samtakanna.