Biðlistar eða besta land í heimi - kjósum ADHD! Upptaka frá opnum fundi ADHD samtakanna

Upptaka af Opnum fundi ADHD samtakanna um stöðu greininga á ADHD á Íslandi í aðdraganda kosninga en fundurinn var hluti af Fundi fólksins sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri, laugardaginn 4. september 2021.

Á fundinum gafst fulltrúum stjórnmálaflokkanna tækifæri til þess að kynna hverng þau ætla að koma til móts við einstaklinga með ADHD, einkum og sér í lagi varðandi fjögur aðkallandi mál þ.e. Hvernig á að eyða biðlistum og tryggja greiningu og meðferð, að meðferðarúrræði séu aðgengileg um land allt og að fræðsla um ADHD og tengdar raskanir séu stórauknar hjá almenningi og þeim sem vinna náið með börnum. Formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og formaður Sálfræðingafélags Íslands, Tryggvi Guðjón Ingason fluttu einnig stutt ávörp.