Útvarpsþáttur um ADHD á öllum æviskeiðum í dag á Rás1

Á Rás1 í dag kl. 15:25 mun umfjöllunarefni útvarpsþáttarins Fólk og fræði, vera um ADHD á öllum æviskeiðum. Viðmælendur Páll Magnússon sálfræðingur á Landspítalanum, Sólveig Ásgrímsdóttir fyrrverandi forstöðukona Stuðla og Brynjar Emilsson doktorsnemi í sálfræði við Kings College í London. Ellen Calmon er þáttastjórnandi.