Útvarpsútsending frá ADHD samtökunum í dag

Samfélagið í nærmynd á Rás 1 verður með beina útsendingu frá ADHD samtökunum núna á eftir á milli kl. 11 og 12. Viðmælendur verða: Ellen Calmon framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, Brynjar Emilsson sálfræðingur, Matthías Halldórsson læknir, Drífa Pálín og Aron Leví sem eru fullorðin með ADHD, Erla Margrét Hermannsdóttir sálfræðingur og Elín Hoe Hinriksdóttir kennsluráðgjafi.