Vídeó spjallfundur í kvöld kl. 20

Boðið verður upp á Vídeó - spjallfund mánudaginn 17.mars kl. 20:00 í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13.

Sýnd verður myndin "Comprehensive guide: What is ADHD?". Fyrsti þáttur af þremur þar sem farið er djúpt ofan í hvað ADHD er.
Talað er við sérfræðinga og farið yfir hvaða áhrif ADHD hefur á líf einstaklinga.
Skilaboðin eru einföld: þú ert ekki skrítinn, veikburða, heimskur, latur eða ónýtur.
Þú hefur einstakt hugarfar og að skilja það sem er í gangi gerir það að verkum að þú getur.

Lengd: 46 mín

Snorri Páll Haraldsson leiðir fundina en fyrirkomulag þeirra verður með eftirfarandi hætti:

- Kynning
- Myndbandssýning
- Kaffihlé
- Umræður um efni myndar

Fundurinn hefst klukkan 20:00

Mikilvægt er að tilkynna þátttöku HÉR eða á facebook síðu ADHD samtakanna