Vornámskeið ADHD samtakanna 2024 – skráning hafin!

Spennandi og fjölbreytt námskeið ADHD samtakanna vorið 2024

Nú stefnum við hraðbyri inn í nýtt ár og ADHD samtökin halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval af námskeiðum á nýju ári. Alls verða tólf námskeið fyrri hluta ársins 2024 og mögulega bætast við fleiri. Þau námskeið sem eru nú í boði hafa öll verið kennd áður og hlotið mikið lof þátttakenda. Gótt úrval er bæði af námskeiðum í staðkennslu og í fjarkennslu, þannig að allir ættu að geta fundið eithvað við sitt hæfi - hvar sem er á landinu.

Sömuleiðis kynnum við til leiks nýja námskeiðasíðu okkar sem auðveldar fólki að kynna sér námskeiðin sem eru í boð og skrá sig til leiks. Á nýju námskeiðasíðunni okkar birtast námskeið í tímaröð með helstu upplýsingum án þess að opna þurfi nýjan glugga. Sömuleiðis er hægt að leita að námskeiðum eftir síum og þannig finna námskeið sem til dæmis eru merkt sem  „Fjarnám“ eða „Staðnám“ eða námskeið sem henta fyrir „Aðstandendur“ eða „Fagfólk“.  Hægt er að sjá öll námskeið ADHD samtakanna, frekari upplýsingar um þau og skrá sig á nýju námskeiðasíðunni okkar.

Félagsmenn ADHD samtakanna njóta sérstakra afsláttarkjara á öllum námskeiðunum. Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér - ganga í ADHD samtökin.