Viðburðir

27. ágúst kl. 10:00-12:00
Fjögurra tíma fjarnámskeið, tvö skipti í tvo tíma, ætlað kennurum og öðru starfsfólki skóla sem vinna með börnum með ADHD. Námskeiðinu er ætlað að efla þekkingu skólasamfélagsins á ADHD röskuninni og þeim eiginleikum og áskorunum sem henni fylgja. Líðan barna er mikilvægur þáttur í öllu skólastarfi og tilfinningavandi getur haft afgerandi áhrif á námsframvindu. Fjallað er um kvíða og depurð og hvernig hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum þeirra. Að auki er farið yfir hagnýtar leiðir í kennslu og umönnun barna með ADHD og hvernig hægt er að auka getu þeirra í námi, samstarfi og leik.
7. september kl. 14:30-15:45
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað drengjum 9 -12 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra strákarnir leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga.
7.-28. september
Skráning er hafin á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið á miðvikudögum frá 7. til 28. september. Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 17:00-19:30 alla dagana. Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
9. september kl. 14:30-15:45
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað súlkum 9 -12 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra stelpurnar leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga.
4. október kl. 17:00-19:30
Áfram stelpur - skráning er hafin ! Skráning er hafin á fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2,5 klukkukstundir í senn 4. - 25 maí 2022. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
5. október kl. 14:30-15:45
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Sjálfstyrk og er ætlað súlkum 9 -12 ára með ADHD. Á námskeiðinu læra stelpurnar leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Unnið er út frá aðferðum hugrænni atferlismeðferðar (HAM), díalektískrar atferlismeðferðar (DAM), núvitundar og yoga.
15. október kl. 10:00-15:00
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna og unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna og unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt.
10. nóvember
TÍA - tómstundir, íþróttir og ADHD - skráning hafin á vornámskeið 2022. Námskeiðið verður með fjarfundarformi dagana 10. nóvember og 31. nóvember. Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf sem og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN, ásamt því er Vanda nýkjörin formaður KSÍ og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH. NÁMSKEIÐSLÝSING: Á námskeiðinu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, þjálfast í að nota þau, fræðslu um ADHD og gagnleg ráð. Unnið með reynslumiðuðum hætti með fyrri reynslu þátttakenda og efni námskeiðsins. Á milli þessara tveggja skipta þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir tíma til að vinna með efnið í eigin starfi eða þjálfun. Farið er yfir mikilvæga þætti í öllu hópastarfi þar sem einkenni hópaþróunar er tekin fyrir og farið í hvernig stjórnandi hópsins getur nýtt þá krafta sem búa í hverjum hóp með jákvæðum hætti. Rætt er um gagnlega samskiptahætti, markmiðasetningu og mikilvægi þess að leiðbeinendur virkji þátttakendur á jákvæðan og eflandi hátt. Þú sem þjálfari færð aðgengi að praktískum aðferðum við að vinna með krökkum með ADHD frá sérfræðingum á sviðinu. →Við mælum með þessu námskeiði. Það er aldrei að vita nema að þú komir til með að skara fram úr sem þjálfari krakka með ADHD í kjölfarið! STAÐSETNING: FJARNÁMSKEIÐ: Í gegnum fjarfundabúnað sem streymt verður í rauntíma. DAGSSETNING OG TÍMI Tvö skipti, þrír tímar í senn, með tveggja vikna millibili 10. nóvember og 31. nóvember: SKIPULAG: Námskeiðið er kennt í tveimur lotum 3 klst. í senn. Á milli lota æfa þátttakendur sig í að beita aðferðum námskeiðsins. Markmið með námskeiðinu er að auka vitund þjálfara fyrir stöðu og styrkleikum þátttakenda með ADHD og miðla leiðum hvernig hægt er að mæta þörfum þeirra og hópsins. NÁMSKEIÐSVERÐ: 29.000,- fyrir félagsmenn ADHD samtakanna 34.000,- fyrir aðra Hægt er að ganga í ADHD samtökin hér. Í HNOTSKURN Hér er um að ræða nýung á vegum ADHD samtakanna þar sem starfsfólk tómstunda- og íþróttahreyfinga fá sérstaka kennslu gagnvart því að vinna með krökkum með ADHD og skyldar raskanir. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu ADHD samtakanna í síma 581 1110 eða með því að senda póst á netfangið adhd@adhd.is Notið tækifærið og fáið praktíska nálgun á að vinna með krökkum með ADHD í ykkar starfi.
Háaleitisbraut 13, 4. hæð
12. nóvember kl. 11:00-13:00
Er tímabært að horfa fram á veginn? Ertu eldri en 18 ára, kannski nýbúin að fá ADHD greiningu eða fyrir einhverju síðan... jafnvel sem barn?! Þá er netnámskeiðið „Áfram Veginn” mögulega námskeið fyrir þig! Á netnámskeiðinu ætlum við að fræðast um ADHD með styrkleika að leiðarljósi. Vissir þú að með auknum skilningi á þínu ADHD eykur þú líkurnar á betri stjórn og auknum lífsgæðum í daglegu lífi? Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM tvo laugardaga í röð.
Háaleitisbraut 13, 104 Reykjavík