Viðburðir

11. maí - 1. júní
AUKANÁMSKEIÐ! Skráning er hafin á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið þriðjudögum 11., 18., maí og 27.maí, 1. júní 2021 (sjá nánar töflu hér fyrir neðan) Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 19:30-22:00 alla dagana. Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
19. maí kl. 10:00-13:00
NÝTT! FJARNÁM/STAÐNÁM: TÍA - Tómstundir, íþróttir og ADHD. Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Á námskeiðinu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, þjálfast í að nota þau, fræðslu um ADHD og gagnleg ráð. Unnið með reynslumiðuðum hætti með fyrri reynslu þátttakenda og efni námskeiðsins. Á milli þessara tveggja skipta þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir tíma til að vinna með efnið í eigin starfi eða þjálfun. Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræðum og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH. Á námskeiðinu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, þjálfast í að nota þau, fræðslu um ADHD og gagnleg ráð. Unnið með reynslumiðuðum hætti með fyrri reynslu þátttakenda og efni námskeiðsins. Á milli þessara tveggja skipta þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir tíma til að vinna með efnið í eigin starfi eða þjálfun. Farið er yfir mikilvæga þætti í öllu hópastarfi þar sem einkenni hópaþróunar er tekin fyrir og farið í hvernig stjórnandi hópsins getur nýtt þá krafta sem búa í hverjum hóp með jákvæðum hætti. Rætt er um heppilega og gagnlega samskiptahætti, markmiðasetningu og mikilvægi þess að leiðbeinendur virkji þátttakendur á jákvæðan og eflandi hátt. Þú sem þjálfari færð aðgengi að praktískum aðferðum við að vinna með krökkum með ADHD frá sérfræðingum á sviðinu. Við mælum með þessu námskeiði. Það er aldrei að vita nema að þú komir til með að skara fram úr sem þjálfari krakka með ADHD í kjölfarið!
Háaleitisbraut 13, 4. hæð
19. maí kl. 20:30-22:00
ADHD og sumarfrí - 19. maí 2021 kl. 20:30-22:00 Spjallfundurinn verður haldinn í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð í Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/613013522504922 Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13
20. maí kl. 17:30-19:00
ADHD Eyjar bjóða upp á spjallfund með Sólveigu Ásgrímsdóttur, sálfræðingi þann 20. maí kl. 17:30-19:00. Spjallfundurinn er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við. Í þessum fyrirlestri mun Sólveig meðal annars koma inn á óhlýðnikeðjuna, um samstöðu foreldra, umbunarkerfi, uppbyggileg samtöl og samskipti, hvernig við getum dregið fram góða hegðun og mikið meira. Sólveig hefur lengi starfað innan málaflokksins en hún starfaði fyrst sem skólasálfræðingur og síðar sálfræðingur á BUGL og tók þátt í að byggja upp þjónustu við börn með ADHD þar. Tók síðar við starfi forstöðumanns og sálfræðings á Stuðlum en þangað komu margir unglingar með ADHD. Sólveig hefur lengi sinnt fræðslu á vegum ADHD samtakanna og situr nú í stjórn þeirra. Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsal á flugvelli Vestmannaeyja, gengið inn um vestur inngang. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja, gengið er inn vestanmegin.
25. maí kl. 17:30-19:00
Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemmtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Elín H. Hinriksdóttirr, sérkennari og formaður ADHD samtakanna fer yfir helstu áskoranir sumartímans í lífi einstaklings með ADHD. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD!
Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð