Viðburðir

12. október - 2. nóvember
Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2.5 klukkustundir í senn og verður það haldið mánudagana 12.,19.,26., október og 2.nóv 2021 (sjá nánar skipulag hér fyrir neðan). Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! Markmið námskeiðs: Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu. Námskeiðið verður í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi og ADHD markþjálfi Skipulag: tími miðvikudagur 12. október kl. 09:00 - 11:30 tími miðvikudagur 19. október kl. 09:00 - 11:30 tími miðvikudagur 26. október kl. 09:00 - 11:30 tími miðvikudagur 2. nóvember kl. 09:00 - 11:30 NÁMSKEIÐSVERÐ: 39.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna:SKRÁNING HÉR 44.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
19. október kl. 17:30-19:00
ADHD og lyfjamál Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. Á fundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Akureyri
20. október kl. 20:30-22:00
ADHD og lyfjamál - Eru lyf eitthvað fyrir mig ? 20. oktober 2021 kl. 20:30-22:00 Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. áfundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna og Dr. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13
29. október kl. 13:00-16:00
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður en tilgangur hans er að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Í tilefni þess standa ADHD samtökin fyrir málþingi er nefnist „Orkuboltar og íþróttir“ sem haldið er föstudaginn 29. október næstkomandi kl. 13:00-16:00. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Á málþinginu verða kynntar ýmsar nýjar leiðir sem farnar hafa verið í nálgun og vinnu með börnum með ADHD.
Grand Hótel, Háteig
2. nóvember kl. 20:00-22:00
Dagskrá annars fundar ADHD Suðurlands á þessu hausti er á þá leið að Sólveig Ásgrímsdóttir mun flytja stuttan fyrirlestur sem nefnist: Réttast væri að flengja ræfilinn – Samskipti foreldra og barna og að því loknu verður opið fyrir umræður. Stuttlega um fyrirlesturinn. „Þó uppeldisleg heilræði Guttavísna séu sem betur fer flest farin í glatkistu minninganna má fullyrða að börn með ADHD lendi oftar en önnur börn í erfiðum samskiptum við nánustu aðstandendur og umhverfi sitt almennt - ekki síst vegna hvatvísinnar og vandkvæða við að uppfylla hefðbundnar kröfur um aga og einbeitingu. Skilningur á ADHD góð samskipti byggð á þeirri þekkingu geta verið lykillinn uppbyggjandi uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi. Á fundinum mun Sólveig Ágrímsdóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna og áhrif mismunandi uppeldisaðferða eða uppeldisstíla á sjálfsmynd barna og þroska,“ segir í tilkynningu frá ADHD samtökunum. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og gaf hún út bókina Ferðalag í flughálku, sem fjallar um ADHD og unglinga. Auk þess starfaði Sólveig um árabil hjá BUGL, Barna- og unglingageðdeild. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Vallaskóla á Selfossi og opnar húsið klukkan 19:30 og dagskrá hefst kl 20:00. Heitt á könnunni og kaffiveitingar á staðnum
Sólvellir 2, 800 Selfoss
3. nóvember kl. 20:30-22:00
Réttast væri að flengja ræfilinn... um samskipti foreldra og barna með adhd. Þó uppeldisleg heilræði Guttavísna séu sem betur fer flest farin í glatkistu minninganna má fullyrða að börn með ADHD lendi oftar en önnur börn í erfiðum samskiptum við nánustu aðstandendur og umhverfi sitt almennt - ekki síst vegna hvatvísinnar og vandkvæða við að uppfylla hefðbundnar kröfur um aga og einbeitingu. Skilningur á ADHD góð samskipti byggð á þeirri þekkingu geta verið lykillinn uppbyggjandi uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi. Á undinum mun Sóveig Ágrímsdóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna og áhrif mismunandi uppeldisaðferða eða uppeldisstíla á sjálfsmynd barna og þroska. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ árið 2020.
Háaleitisbraut 13
6.-13. nóvember
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 6. og 13. nóvember 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan) Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu og ef aðstæður leyfa, vegna COVID verður námskeiðið einnig haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Skipulag og dagskrá: Fyrri laugardagur - 6. nóv 2020: 10:00 – 11:30 Unglingar og ADHD Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur 11:30 – 12:00 Hlé 12:00 – 13:30 ADHD og nám Haukur Örvar Pálmason 13:30 – 14:00 Samantekt og spjall Seinni laugardagur - 13. nóv 2020: 10:00 – 11:30 Uppeldi unglinga með ADHD Þórdís Bragadóttir, sálfræðingur 11:30 – 12:00 Hlé 12:00 – 13:30 Líðan barna með ADHD Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur 13:30 – 14:00 Samantekt og spjall Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín.
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
10. nóvember - 1. desember
Skráning er hafin á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið þriðjudögum 10., 17., 27.nóvember & 1. des 2021 (sjá nánar töflu hér fyrir neðan) Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 17:00-19:30 alla dagana. Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær!
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
17. nóvember kl. 20:30-22:00
Er maki minn með ADHD?? Ath. þessi fundur er fyrir maka einstaklinga með ADHD. Það getur stundum reynt á í nánum samböndum og öll þurfum við að reyna að setja okkur í spor maka okkar. Elín H. Hinriksdóttir ætlar á fundinum að fara yfir helstu áskoranir í nánum samböndum með ADHD einstaklingum, og gefa mökum innsýn inn í heim ADHD.
Háaleitisbraut 13
1. desember kl. 20:30-22:00
ADHD og Jólin. Á fundinum verður fjallað um undirbúning jóla og ADHD. Dr Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur fjallar um, hvernig ýmislegt í jólaundirbúningnum, spenningnum sem fylgir jólunum og breyttri rútínu fjölskyldunnar í jólafríinu, getur valdið streitu og erfiðleikum hjá börnum og fólki með ADHD og gefur góð ráð um hvernig hægt er að bregðast við. Jólin eru enda og eiga að vera, hátíð gleðinnar hjá fólki með ADHD ekki síður en öðrum.
Háaleitisbraut 13