Viðburðir

5.-23. mars
Hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi krakka með ADHD. Á námskeiðinu fá þátttakendur hagnýt verkfæri, þjálfast í að nota þau, fræðslu um ADHD og gagnleg ráð. Unnið með reynslumiðuðum hætti með fyrri reynslu þátttakenda og efni námskeiðsins. Á milli þessara tveggja skipta þurfa þátttakendur að gera ráð fyrir tíma til að vinna með efnið í eigin starfi eða þjálfun. Námskeiðið er í höndum reynslumikilla fagaðila á sviðinu. Það eru þau Jakob Frímann Þorsteinsson, MA í náms- og kennslufræðum, Vanda Sigurgeirsdóttir MA í uppeldis- og menntunarfræði og Bóas Valdórsson klínískur sálfræðingur sem hafa veg og vanda að námskeiðinu. Vanda og Jakob starfa við HÍ og hjá KVAN og Bóas starfar sem sálfræðingur við MH.
Háaleitisbraut 13, 4. hæð
17. mars kl. 20:30-22:00
ADHD og lyfjamál - 17. mars 2021 kl. 20:30-22:00 Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. áfundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13
23. mars kl. 17:30-19:00
ADHD samtökin - ADHD Norðurland - bjóða upp á opinn spjallfund um samskipti foreldra og barna með ADHD þann 23. mars nk. kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í Grófinni, Hafnarstræti 95, Akureyri og er ætlaður foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðstandendum fólks með ADHD og öllu öðru áhugafólki um uppbyggileg og gagnleg samskipti i uppeldi barna. Sólveig Ásgrímsdóttir sálfræðingur hefur veg og vanda að spjallfundinum og mun hún koma víða við. Í þessum fyrirlestri mun Sólveig meðal annars koma inn á óhlýðnikeðjuna, um samstöðu foreldra, umbunarkerfi, uppbyggileg samtöl og samskipti, hvernig við getum dregið fram góða hegðun og mikið meira. Við mælum með þessum opna fyrirlestri, það er aldrei að vita nema að þú fáir góðar uppeldishugmyndir í kjölfarið. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD!
Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð
24. mars kl. 20:00-22:00
ADHD Austurland býður upp á opinn fyrirlestur á spjallfundi með þeim Sigurlínu H. Kjartansdóttur sálfræðingi og Steinunni Ástu Lárusdóttur sálfræðingi og munu þær fjalla um ADHD greiningar hjá fullorðnum og börnum. Fundurinn fer fram á REYÐARFIRÐI miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir. "Hvernig kemst ég í ADHD greiningu? en barnið mitt?" Sigurlín og Steinunn ætla að fjalla um hvernig fullorðinn einstaklingur sem telur sig hafa einkenni ADHD komist í greiningarferli. Ásamt því munu þær stöllur taka sama umfjöllunefni fyrir vegna barna og ungmenna sem grunur leikur á að séu með ADHD. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13
6. apríl kl. 20:00-22:00
Skráning er hafin á hið sívinsæla fræðslunámskeið ADHD samtakanna - Taktu stjórnina! sem verður haldið 4., 8., 13., og 15. apríl 2021 (sjá nánar töflu hér fyrir neðan) Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2 og 1/2 klukkukstund í senn frá kl. 19:30-22:00 alla dagana. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti: Skilningur á ADHD og ólík einkenni Algengir fylgikvillar Að sættast við greininguna – styrkleikar og vandkvæði Markmiðasetning Félagsleg samskipti almennt Vinna og nám Fjármálastjórn Heimilið Foreldrahlutverkið og samskipti við maka Heilbrigt líferni Markmið námskeiðsins: Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari. Námskeiðið verður að haldið í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og þroskaþjálfi. Skipulag: tími þriðjudagur 6. apríl kl. 19:30 - 22:00 tími fimmtudagur 8. apríl kl. 19:30 - 22:00 tími þriðjudagur 13. apríl kl. 19:30 - 22:00 tími miðvikudagur 15. apríl kl. 19:30 - 22:00 Námskeiðsverð: 34.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR 39.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
10. apríl kl. 10:00-14:00
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 10. og 17. apríl 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan) Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu og ef aðstæður leyfa, vegna COVID verður námskeiðið einnig haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Skipulag og dagskrá: Fyrri laugardagur - 10. apríl 2020: 10:00 -11:30 Unglingar með ADHD. Stutt yfirlit um einkenni ADHD, hvað breytist á unglingsárunum, mótþrói og erfið hegðun. 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 -13:30 Nám og skólaganga unglinga með ADHD í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Áhrif ADHD á námsgetu og helstu erfiðleikar 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Seinni laugardagur - 17. apríl 2020: 10:00 - 11:30 Uppeldi unglinga - hvað er til ráða? Hvernig samskipti í fjölskyldu geta þróast á neikvæðan hátt og hvernig hægt er að brjóta það upp, reglur og samningar 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 - 13:30 Líðan unglinga með ADHD.. Sjálfsmynd, kvíði og depurð hjá unglingum með ADHD. 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. NÁMSKEIÐSVERÐ: Verð fyrir einstakling 28.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir einstakling sem er félagsmaður ADHD 19.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga 46.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga þar sem annar aðili er félagsmaður ADHD 28.000 kr. SKRÁNING HÉR
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
17. apríl kl. 10:00-14:00
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 10. og 17. apríl 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan) Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu og ef aðstæður leyfa, vegna COVID verður námskeiðið einnig haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Skipulag og dagskrá: Fyrri laugardagur - 10. apríl 2020: 10:00 -11:30 Unglingar með ADHD. Stutt yfirlit um einkenni ADHD, hvað breytist á unglingsárunum, mótþrói og erfið hegðun. 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 -13:30 Nám og skólaganga unglinga með ADHD í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Áhrif ADHD á námsgetu og helstu erfiðleikar 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Seinni laugardagur - 17. apríl 2020: 10:00 - 11:30 Uppeldi unglinga - hvað er til ráða? Hvernig samskipti í fjölskyldu geta þróast á neikvæðan hátt og hvernig hægt er að brjóta það upp, reglur og samningar 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 - 13:30 Líðan unglinga með ADHD.. Sjálfsmynd, kvíði og depurð hjá unglingum með ADHD. 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. NÁMSKEIÐSVERÐ: Verð fyrir einstakling 28.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir einstakling sem er félagsmaður ADHD 19.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga 46.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga þar sem annar aðili er félagsmaður ADHD 28.000 kr. SKRÁNING HÉR
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
17. apríl kl. 10:00-14:00
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 10. og 17. apríl 2021 (sjá skipulag hér fyrir neðan) Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Hægt verður að taka þátt í námskeiðinu í gegnum Facebook, hvar sem er á landinu og ef aðstæður leyfa, vegna COVID verður námskeiðið einnig haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Skipulag og dagskrá: Fyrri laugardagur - 10. apríl 2020: 10:00 -11:30 Unglingar með ADHD. Stutt yfirlit um einkenni ADHD, hvað breytist á unglingsárunum, mótþrói og erfið hegðun. 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 -13:30 Nám og skólaganga unglinga með ADHD í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Áhrif ADHD á námsgetu og helstu erfiðleikar 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Seinni laugardagur - 17. apríl 2020: 10:00 - 11:30 Uppeldi unglinga - hvað er til ráða? Hvernig samskipti í fjölskyldu geta þróast á neikvæðan hátt og hvernig hægt er að brjóta það upp, reglur og samningar 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 - 13:30 Líðan unglinga með ADHD.. Sjálfsmynd, kvíði og depurð hjá unglingum með ADHD. 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. NÁMSKEIÐSVERÐ: Verð fyrir einstakling 28.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir einstakling sem er félagsmaður ADHD 19.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga 46.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga þar sem annar aðili er félagsmaður ADHD 28.000 kr. SKRÁNING HÉR
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
19. apríl - 10. maí
Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fjögur skipti, 2.5 klukkustundir í senn og verður það haldið mánudagana 19. og 26. apríl. og 3. og 10. maí 2021 (sjá nánar skipulag hér fyrir neðan). Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! Markmið námskeiðs: Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu. Námskeiðið verður í húsnæði ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari. Skipulag: tími þriðjudagur 19. janúar kl. 11:00 - 14:00 tími fimmtudagur 21. janúar kl. 17:00 - 19:00 tími þriðjudagur 26. janúar kl. 17:00 - 19:00 tími miðvikudagur 28. janúar kl. 17:00 - 19:00 NÁMSKEIÐSVERÐ: 34.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna:SKRÁNING HÉR 39.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
29. apríl kl. 20:00-22:00
Aðalfundur ADHD samtakanna í samræmi við lög félagsins. https://www.adhd.is/is/um-okkur/reglur-og-samthykktir
Háaleitisbraut 13, 4.hæð