Viðburðir

15. apríl kl. 19:30-21:00
15. april kl. 19:30 - Unglingar og ADHD. Umsjón: Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur, stjórnarkona í ADHD samtökunum og höfundur verðlaunabókarinnar Ferðalag í flughálku - unglingar og ADHD.
https://www.facebook.com/events/2334404673523579/
22. apríl kl. 19:30-21:00
22. apríl kl. 19:30 - ADHD, svefn og streita. Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
https://www.facebook.com/events/2334404673523579/
28. apríl kl. 20:00-22:00
Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir konur með ADHD – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 28. april nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu. Námskeiðið verður eftirtalda daga: Þriðjudag 28. apríl kl. 20:00-22:00 Fimmtudag 30. apríl kl. 20:00-22:00 Þriðjudag 5. maí kl. 20:00-22:00 Fimmtudag 7. maí kl. 20:00-22:00 Þriðjudag 12. maí kl. 20:00-22:00 Námskeiðið verður í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari. NÁMSKEIÐSVERÐ: 34.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR 39.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
29. apríl kl. 19:30-21:00
29. apríl kl. 19:30 - Lyf og ADHD. Umsjón: Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður ADHD samtakanna og Elín Hrefna Garðarsdóttir, geðlæknir og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
https://www.facebook.com/events/2334404673523579/
30. apríl kl. 20:00-22:00
Sigurvegarar og ADHD - Spjallfundur um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD, sem vill ná árangri í námi, starfi og lífinu sjálfu. Umsjón: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjónarkona í ADHD samtökunum
Hamarsskólinn, gengið er inn vestanmegin.
6. maí kl. 19:30-21:00
6. maí kl. 19:30 - Taktu stjórnina - ADHD markþjálfun. Umsjón: Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
https://www.facebook.com/events/2334404673523579/
6. maí kl. 20:30-22:00
Þó uppeldisleg heilræði Guttavísna séu sem betur fer flest farin í glatkistu minninganna má fullyrða að börn með ADHD lendi oftar en önnur börn í erfiðum samskiptum við nánustu aðstandendur og umhverfi sitt almennt - ekki síst vegna hvatvísinnar og vandkvæða við að uppfylla hefðbundnar kröfur um aga og einbeitingu. Skilningur á ADHD góð mskipti byggð á eirri þekkingu geta verið lykillinn uppbyggjandi uppeldi og heilbrigðu fjölskyldulífi. Á undinum mun Sóveig Ágrímsdóttir sálfræðingur fjalla um jákvæð samskipti foreldra og barna og áhrif mismunandi uppeldisaðferða eða uppeldisstíla á sjálfsmynd barna og þroska. Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ.
Háaleitisbraut 13
13. maí kl. 19:30-21:00
13. maí kl. 19:30 - Náin sambönd og ADHD. Umsjón: Elín Hinriksdótir, formaður ADHD samtakanna.
https://www.facebook.com/events/2334404673523579/
14. maí kl. 20:00-22:00
Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fer yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.
Grófinni, Hafnarstræti 95, 4. hæð
20. maí kl. 20:30-22:00
Spjallfundur um uppbyggjandi leiðir fyrir fólk með ADHD, sem vill ná árangri í námi, starfi og lífinu sjálfu. Umsjón með fundinum hefur Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjónarkona í ADHD samtökunum.
Háaleitisbraut 13
21. maí kl. 20:00-22:00
Sumarið og ADHD - Spjallfundur um hvernig við undurbúum okkur fyrir gott og gefandi sumar. Umsjón: Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Hamarsskólinn, gengið er inn vestanmegin.
3. júní kl. 20:30-22:00
Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur og stjórnarkona í ADHD samtökunum fer yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.
Háaleitisbraut 13