Viðburðir

25. ágúst kl. 20:00-22:00
Skráning er hafin á nýtt fræðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið ADHD samtakanna fyrir konur með ADHD – Áfram stelpur! Námskeiðið stendur í 10 klukkustundir - fimm skipti, 2 klukkukstundir í senn og það hefst þriðjudaginn 25. ágúst nk. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður - fyrstur kemur, fyrstur fær! Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu. Námskeiðið verður eftirtalda daga: Þriðjudag 25. ágúst 2020 kl. 20:00-22:00 Fimmtudag 27. ágúst 2020 kl. 20:00-22:00 Þriðjudag 1. september 2020 kl. 20:00-22:00 Fimmtudag 3. september 2020 kl. 20:00-22:00 Þriðjudag 8. september 2020 kl. 20:00-22:00 Námskeiðið verður í fundarsal ADHD að Háaleitisbraut 13, 4.hæð. Leiðbeinendur verða Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir sálfræðingur og Elín H. Hinriksdóttir sérkennari. NÁMSKEIÐSVERÐ: 34.000 kr. fyrir félagsmenn ADHD samtakanna: SKRÁNING HÉR 39.000 kr fyrir aðra: SKRÁNING HÉR Innifalið í námskeiðsgjaldi er hressing og bók Dr. Ara Tuckman, "Leyndardómar heilans - Láttu verkin tala" sem kostar 5.900 kr. ein og sér. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. Einnig er hægt að hafa samband við ADHD samtökin, 581 1110 eða adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
12. september kl. 10:00-15:00
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, Reykjavík, laugardagana 12. og 19. september 2020. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur barna með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. DAGSKRÁ: Laugardagur I - 12. september 2020 Kl. 10:00–11:15 Hvað er ADHD? Kl. 11:15–11:30 Hlé Kl. 11:30–12:45 Samskipti innan fjölskyldna barna með ADHD Kl. 12:45-13:30 Matarhlé Kl. 13:30-14:45 Félagsfærni barna með ADHD, hvað geta foreldrar gert? Laugardagur II - 19. september 2020 Kl. 10:00-11:15 Lyfjameðferð við ADHD Kl. 11:15-11:30 Hlé Kl. 11:30-12:45 ADHD og nám Kl. 12:45-13:30 Matarhlé Kl. 13:30-14:45 Líðan barna með ADHD ** ATH. uppröðun fyrirlestra gæti breyst. Hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Einstaklingur Báðir foreldrar / forráðamenn / aðstandendur Félagsmenn Kr. 19.000 Kr. 28.000 Aðrir Kr. 28.000 Kr. 46.000 SKRÁNING HÉR
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
29. september kl. 20:00-22:00
Á námskeiðinu verður fjallað um eftirfarandi þætti: Skilningur á ADHD og ólík einkenni Algengir fylgikvillar Að sættast við greininguna – styrkleikar og vandkvæði Markmiðasetning Félagsleg samskipti almennt Vinna og nám Fjármálastjórn Heimilið Foreldrahlutverkið og samskipti við maka Heilbrigt líferni Markmið námskeiðsins Markmiðið er að veita fullorðnum með ADHD helstu upplýsingar um einkenni ADHD og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Styrkja einstaklingana í að skipuleggja líf sitt, ná utan um það sem kannski áður hefur farið forgörðum, vinna á streitu og kvíða með upplýsingum, samtölum og æfingum. Veita þátttakendum ákveðin tæki til að líða betur með ADHD í sínu lífi. Setja sér skynsamleg markmið og raunhæfar kröfur. Afraksturinn er betri einstaklingur, huganlega betra og ánægðara foreldri, maki, starfsmaður og borgari.
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
30. september kl. 20:30-21:30
Ég get! er skemmtilegt og fræðandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 14-16 ára unglinga með ADHD (8.-10. Bekkur). Námskeiðið samanstendur af fræðslu, umræðum og léttum verkefnum og hvatt er til virkrar þátttöku unglinganna. Hægt er að greiða fyrir námskeiðið með frístundastyrkjum sveitarfélaga. Almenn fræðsla um ADHD er mikilvægur þáttur í að unglingarnir öðlist skilning á sjálfum sér og þeim áskorunum sem verða á vegi þeirra í daglegu lífi og sætti sig við greininguna. Meiri áhersla er þó lögð á að efla sjálfsmynd unglinganna með því að draga fram þá styrkleika sem þeir búa yfir og benda þeim á leiðir til að nýta styrkleikana sína til að vinna með erfiðleikana. Meðal þess sem fjallað er um er: Almenn fræðsla um ADHD með öllum þess kostum og göllum Fylgiraskanir ADHD Sjálfsmyndin Mikilvægi greiningarinnar og sátt Tímastjórnun, skipulagning og markmiðasetning Tilfinningastjórnun og félagsfærni Áhættuhegðun og kynvitund Lífsstíll og sýndarveruleikinn Ábyrgð og stuðningur Námskeiðið er 20 klukkustundir og tekur 10 vikur. Fyrsti og síðasti tíminn eru 1 klst, tímar tvö og níu eru 3 klst. Og tímar þrjú til átta eru 2 klst. hver (sjá töflu hér að neðan). Foreldrakynning Mánudagur 30. september kl. 20:30 - 21:30 tími Laugardagur 10. október kl. 12:00 - 15:00 tími Miðvikudagur 14. október kl. 17:00 - 19:00 tími Miðvikudagur 21. október kl. 17:00 - 19:00 tími Miðvikudagur 28. október kl. 17:00 - 19:00 tími Miðvikudagur 4. nóvember kl. 17:00 - 19:00 tími Miðvikudagur 11. nóvember kl. 17:00 - 19:00 tími Miðvikudagur 18. nóvember kl. 17:00 - 19.00 tími Laugardagur 28. nóvember kl. 12:00 - 15:00 Foreldrafundur Miðvikudagur 2. desember kl. 20:30 - 21:30 Tveir umsjónarmenn stjórna námskeiðinu, Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir, sálfræðingur og Sigrún Jónsdóttir, þroskaþjálfi og ADHD markþjálfi, auk gestafyrirlesara. Námskeiðið er haldið í sal ADHD að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Námskeiðsgjald er kr. 34.500,- en kr. 29.500,- fyrir félagsmenn ADHD samtakanna (ef einhver á heimilinu er í samtökunum). Hægt er að skrá sig í ADHD samtökin hér. Námskeiðið er hægt að greiða að hluta eða í heild, með frístundastyrkjum eða sambærilegum styrkjum, ef þátttakendur búa í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ eða Mosfellsbæ. Aðeins 12 pláss - skráning opin! Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 581 1110 eða á netfangið adhd@adhd.is
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
7. nóvember kl. 10:00-14:00
Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 13-18 ára barna með ADHD verður haldið, laugardagana 7. nóvember og 14. nóvember 2020, frá kl. 10-14 báða dagana, að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi unglinga með ADHD. Námskeiðið hentar því vel fyrir alla nána aðstandendur unglinga með ADHD, mömmur, pabba, fósturforeldra, stjúpforeldra, ömmur, afa og aðra nána. Það er mikill kostur ef allir nánustu aðstandendur geta tekið þátt. Boðið verður uppá fjarfundarbúnað fyrir þá sem ekki geta mætt á staðinn. DAGSKRÁ: Laugardagur 7. nóvember 2020 10:00 -11:30 Unglingar með ADHD. Stutt yfirlit um einkenni ADHD, hvað breytist á unglingsárunum, mótþrói og erfið hegðun. 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 -13:30 Nám og skólaganga unglinga með ADHD í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Áhrif ADHD á námsgetu og helstu erfiðleikar 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Laugardagur 14. nóvember 2020 10:00 - 11:30 Uppeldi unglinga - hvað er til ráða? Hvernig samskipti í fjölskyldu geta þróast á neikvæðan hátt og hvernig hægt er að brjóta það upp, reglur og samningar 11:30 - 12:00 Matarhlé 12:00 - 13:30 Líðan unglinga með ADHD.. Sjálfsmynd, kvíði og depurð hjá unglingum með ADHD. 13:30 - 14:00 Samantekt og spjall Röð fyrirlestra getur breyst, en hver fyrirlestur er í 45 mín. og síðan umræður og fyrirspurnir í 30 mín. Félagsmenn í ADHD samtökunum fá verulegan afslátt af þátttökugjaldinu, en hægt er að ganga í samtökin hér. NÁMSKEIÐSVERÐ: Verð fyrir einstakling 28.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir einstakling sem er félagsmaður ADHD 19.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga 46.000 kr. SKRÁNING HÉR Verð fyrir tvo einstaklinga þar sem annar aðili er félagsmaður ADHD 28.000 kr. SKRÁNING HÉR
Háaleitisbraut 13, 4.hæð