Viðburðir

12. apríl kl. 17:00-21:30
Námskeiðinu er ætlað að veita fræðslu um ADHD einkenni kvenna, algengar fylgiraskanir þeirra og ólíkar birtingarmyndir röskunarinnar. Áhersla er lögð á þau hugrænu ferli sem liggja að baki algengum áskorunum sem einstaklingar með ADHD mæta í daglegu lífi, hvort sem er í námi, starfi, heimilislífi, félagslegum samskiptum eða uppeldi. Markmið námskeiðsins er að styrkja konur með ADHD í markmiðasetningu, áætlanagerð og skipulagi með það fyrir augum að draga úr streitu og vanmáttarkennd. Námskeiðinu er ætlað að fræða konur um ýmis verkfæri sem nýst geta í þessum tilgangi og veita þjálfun í notkun þeirra í gegnum samtöl og verkefnavinnu.
14. apríl
Hvaða foreldri kannast ekki við erfiðleikana og pirringinn sem skapast hjá börnum eftir að leikskóla lýkur og fram að háttatíma? Þetta er svokallaður úlfatími. Skapsveiflur, pirringur, hegðunarerfiðleikar og þessháttar eru ekki óalgengir hjá börnum á þessum tímapunkti og sérstaklega börnum með ADHD. Að versla í matinn, elda, borða, baða, bursta tennur, koma barninu í rúmið og svæfa er eilíf barátta. Þetta reynir á þolinmæðina og getur verið gríðarlega krefjandi tími. Hvernig er hægt að draga úr þessum árekstrum? Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkur góð ráð og aðferðir sem hægt er að nota til að létta heimilislífið og skapa jákvæðar samverustundir. Heitt á könnunni. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: Verið velkomin á fræðslufundinn!
19. apríl kl. 20:00-22:00
Boðað er til aðalfundar ADHD samtakanna fta. , miðvikudaginn 19. apríl kl. 20:00. Aðalfundurinn fer fram í hátíðarsal ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13, 4. hæð og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig á Facebook viðburð aðalfundarins svo áætla megi mætingu - skráning hér. Dagskrá verður í samræmi við lög samtakanna: Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar. Reikningsár samtakanna er almanaksárið. Lagabreytingar. Kosning stjórnar - kosið verður í embætti formanns, varaformanns, eins stjórnarmanns og eins varamanns í stjórn til ársins 2024, samhvæmt lögum félagsins - sjá núverandi stjórn og kjörtímabil stjórnarfólks. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna til eins árs í senn. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál. Möguleg framboð til stjórnar og lagabreytingartillögur má senda til skrifstofu samtakanna í netfang adhd@adhd.is Allir fullgildir félagsmenn ADHD samtakanna á aðalfundardegi geta mætt og tekið þátt í aðalfundarstörfum. Hægt er að ganga í samtökin hér.
Háaleitisbraut 13, 4.hæð
22. apríl kl. 10:00-12:00
Fjarnámskeið - ADHD og fjármál Stutt fjarnámskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD.. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu áskoranir varðandi ADHD og fjármála yfirsýn. Við förum yfir hvernig við getum byggt upp betra samband við fjármálin okkar, vinnum með hvatvísina og segjum bless við skömmina sem fylgir oft óreiðu í fjármálum. Leiðbeinandi á námskeiðinu eru Valdís Hrönn Berg, fjárhagsmarkþjálfi.
22. apríl kl. 11:00-13:00
For English-speaking adults and parents of children with ADHD The purpose of the webinar is to provide an overview and practical insight into attention deficit hyperactivity disorder in adults and children. The two-part webinar is designed to cater to participants with the necessary information and tools to better understand their ADHD or/and support their kids. The Two-Part webinar is two hours long each and takes place on Saturdays. First webinar is on April 22nd and the second webinar on April 29th, both starting at 11:00 - 13.00. Date and time: April 22nd and the second webinar on April 29th, both starting at 11:00 - 13.00.
24. maí
Hvaða foreldri kannast ekki við erfiðleikana og pirringinn sem skapast hjá börnum eftir að leikskóla lýkur og fram að háttatíma? Þetta er svokallaður úlfatími. Skapsveiflur, pirringur, hegðunarerfiðleikar og þessháttar eru ekki óalgengir hjá börnum á þessum tímapunkti og sérstaklega börnum með ADHD. Að versla í matinn, elda, borða, baða, bursta tennur, koma barninu í rúmið og svæfa er eilíf barátta. Þetta reynir á þolinmæðina og getur verið gríðarlega krefjandi tími. Hvernig er hægt að draga úr þessum árekstrum? Katrín Ruth Þorgeirsdóttir ráðgjafaþroskaþjálfi og hegðunarráðgjafi fer yfir nokkur góð ráð og aðferðir sem hægt er að nota til að létta heimilislífið og skapa jákvæðar samverustundir. Heitt á könnunni. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér til að fá áminningu um hann: Verið velkomin á fræðslufundinn!