Viðburðir

18. ágúst kl. 20:30-22:00
Hvað verður um ADHD'ið eftir 67 ára ? - spjallfundur í Reykjavík 18 ágúst 2021 kl. 20:30-22:00 Spjallfundurinn verður haldinn í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð í Reykjavík. Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni: https://www.facebook.com/groups/613013522504922 Öll þekkjum við þegar eldra fólk er sagt vera með elliglöp, sé farið að kalka eða ekki með sjálfu sér... En hvað með ADHD, einhverfu eða aðrar raskanir...? Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og ritari ADHD samtakanna mun á fundinum fjalla um rannsóknir sínar á ADHD meðal eldra fólks, en Sólveig hefur verið brautryðjandi í umfjöllun um ADHD á Íslandi og m.a. gefið út bókina Ferðalag í flughálku, um ADHD og unglinga, sem nýverið fékk Hvatningarverðlaun ÖBÍ. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13
1. september kl. 20:30-22:00
ADHD og heimanám Lykillinn að góðum árangri gott skipulag og öguð vinnubrögð strax frá fyrsta degi, ekki síst hjá þeim sem þurfa að taka heima námið fastari tökum en ella. Á fundinum mun Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og varaformaður ADHD samtakanna fara yfir helstu áskoranir varðandi heimanám og skólastarf og benda á hagnýt ráð sem virka og leiða umræður. Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu um næsta fund.
Háaleitisbraut 13
15. september kl. 20:30
Betra líf með ADHD. ADHD samtökin standa fyrir opnum spjallfundi í Reykjavík um betra líf með ADHD, miðvikudaginn 15. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 og hefst kl. 20:30. Daglegt líf með ADHD getur sannarlega verið áskorun. Á spjallfundinum skoðum við hvernig vinna má með þessar áskoranir daglegs lífs og jafnvel vekja gamla drauma til lífs! Við skellum á okkur linsum ADHD markþjálfunar og skoðum hvernig má takast á við ADHD og njóta þess. Umsjónarmaður fundarins er Sigrún Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Fundurinn ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD. Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni. Spjallfundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir á Reykjavík og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði. Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Háaleitisbraut 13, 4. hæð
20. október kl. 20:30-22:00
ADHD og lyfjamál - Eru lyf eitthvað fyrir mig ? 20. oktober 2021 kl. 20:30-22:00 Mikil umræða hefur verið um notkun lyfja og ADHD á liðnum misserum og víða má greina fordóma og vanþekkingu um þessi mál. áfundinum verður farið yfir virkni helstu lyfja sem notuð eru vegna ADHD, rætt um mögulegar aukaverkanir og reynt að svara helstu spurningum sem brenna á vörum fundargesta. Umsjón með fundinum hefur Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna og Dr. Elín Hrefna Garðarsdóttir geðlæknir. Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.
Háaleitisbraut 13