Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA?! - spjallfundur í Eyjum

Hvernig læri ég heima án þess að GUBBA!?

ADHD Eyjar bjóða upp á spjallfund með Jónu Kristínu Gunnarsdóttur varaformanni ADHD samtakanna, þann 16. september kl. 19:30-21:00.

Á fundinum ætlar Jóna Kristín að fara yfir aðferðir til að minnka kvíða við heimanám.
Spjallfundir ADHD Eyjar eru haldnir í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja, gengið er inn vestanmegin. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir.
Fundirnir hefjast kl. 19:30 og þeim lýkur yfirleitt um kl. 21:00.
Enginn aðgangseyrir og heitt á könnunni.