ADHD og skólastarf á tímum COVID - Spjallfundur á Akureyri

29. september 2020 kl. 16:30 - ADHD og skólastarf á tímum COVID.

Skólastarf er nú hafið í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum landsins. Víðast hvar mun COVID faraldurinn hafa mikil áhrif á allt starfið, bæði kennsluna, námið og öll samskipti innann skólasamfélagsins. Sem betur fer, erum við á margann hátt reynslunni ríkari en í vor, þegar faraldurinn skall á og mikilvægt er að nýta þá reynslu til góðs á komandi misserum. Á spjallfundinum mun Bóas Valdórsson, sálfræðingur miðla af reynslu sinni í þessum efnum, en auk þess að vera sérfræðingur í málefnum fólks með ADHD hefur hann starfað sem skólasálfræðingur í MH undanfarin ár. Bóas þekkir því vel þær áskoranir sem skólasamfélagið þurti að takast á við vegna COVID og hefur ýmis góð ráð um hvernig þeim verði best mætt - bæði af nemendum, kennurum og skólasamfélaginu almennt. Bóas hefur um nokkurt skeið, haldið úti hlaðvarpinu Dótakassinn, þar sem fjallað er um ungt fólk og hvernig það getur haft jákvæð áhrif á líf sitt og heilsu.

Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefn sem nálgast má hér.

Skráðu þig á Facebook viðburð spjallfundanna - fáðu áminningu.