Hvernig hefur ADHD áhrif á daglegt líf kvenna og stúlkna – og hvaða leiðir og úrræði geta hjálpað þeim að skilja sjálfa sig betur og líða betur í eigin skinni.
Ertu stelpukona og hugsar stundum: „Getur verið að ég sé með ADHD?“
Elín H. Hinriksdóttir, sérkennari, sérfræðingur hjá ADHD samtökunum og ADHD markþjálfi, fjallar um ADHD út frá sjónarhorni stúlkna og kvenna. Hún varpar ljósi á hvernig einkenni ADHD birtast oft á annan hátt hjá þeim, þau eru gjarnan inn á við og síður sýnileg umhverfinu. Þess vegna eru einkennin stundum hunsuð eða misskilin – jafnvel af þeim sjálfum.
Margar upplifa að eitthvað sé að en eiga erfitt með að setja fingur á það. Þetta getur haft áhrif á sjálfsmyndina og orðið til þess að konur og stúlkur fara að gagnrýna sig harðlega og dæma sig fyrir hluti sem eru í raun einkenni ADHD.
Fræðslufundurinn er í boði fyrir félagsfólk í streymi á facebook síðunni ADHD í beinni og verður aðgengilegur þar inni í viku á eftir.
Árgjald ADHD samtakanna er 3950 og fær félagsfólk veglegan afslátt af námskeiðum, í vefverslun og aðgang að öllum fræðslufundum í streymi.