Aðalfundur ADHD samtakanna 11. mars kl. 20

Aðalfundur ADHD samtakanna verður haldinn 11. mars 2013 kl. 20:00 að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík.

Vakin er athygli á að tillögur að lagabreytingum og framboð til stjórnar þarf að berast núverandi stjórn fyrir 20. janúar samkvæmt 6. grein í lögum ADHD samtakanna. Sjá hér

6. grein – aðalfundur

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna.

Aðalfund skal halda í mars mánuði ár hvert. Til hans skal boðað með sérstöku fundarboði sem sent er félagsmönnum með að minnsta kosti viku fyrirvara og er hann þá lögmætur. Sömuleiðis skal tilkynnt um hann í helstu dagblöðum.

Afl atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé sérstaklega getið í lögum þessum, sbr. 7. grein.

 

Þessi mál skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:

  1. Félagsstjórn gerir grein fyrir störfum samtakanna á liðnu starfsári.
  2. Félagsstjórn leggur fram endurskoðaða reikninga samtakanna fyrir liðið ár til samþykktar. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.
  3. Lagabreytingar.
  4. Kosning stjórnar.
  5. Kosning tveggja félagslegra endurskoðenda til eins árs í senn.
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Önnur mál.

 Allar kosningar skulu vera skriflegar ef fleiri en eitt framboð kemur fram.

Fundargerð skal skráð um störf aðalfundar.

 Lögum samtakanna verður aðeins breytt á aðalfundi þeirra.  Í fundarboði skal þess getið sérstaklega að tillaga til lagabreytinga verði tekin til meðferðar á fundinum. Lagabreyting telst samþykkt ef ¾ hlutar fundarmanna á löglega boðuðum aðalfundi greiða henni atkvæði. Þannig tillögur verða að hafa borist félagsstjórn fyrir 20. janúar ár hvert. Sama á við um framboð til stjórnarsetu.

 

Á aðalfundi verða hefðbundin aðalfundastörf og boðið verður upp á veitingar að fundi loknum.

Eru félagar ADHD samtakanna hvattir til þátttöku á aðalfundi.

Góðar kveðjur,

stjórnin