ADHD og sumarfrí - spjallfundur í Reykjavík

ADHD og sumarfrí - spjallfundur í Reykjavík
 
ADHD samtökin bjóða upp á opinn spjallfund þann 19. maí frá 20:30 - 22:00, um ADHD og sumarfrí, þar sem Dr. Drífa Björk Guðmundsdóttir fer yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, bendir á hagnýt ráð til lausnar og leiðir umræðuna 
 
Sumarfríin eru framundan, dagskrá skólanna að tæmast og við tekur sól sumar og taumlaus gleði... eða hvað? Þó sumarfríin séu og eigi að vera tími fjölskyldusamveru og fjölbreyttra skemtilegra viðburða, fylgja sumrinu einnig nýjar og fjölbreyttar áskoranir, þar sem rútínan riðlast og við tekur óvissa. Hjá börnum með ADHD og fullorðnum, getur þessi tími valdið mikilli streytu og vanlíðan ef ekki tekst vel til. Á fundinum mun Dr. Drífa Björk Guðmundsóttir, sálfræðingur fara yfir helstu áskoranir þessa mikilvæga tíma fjölskyldunnar, benda á hagnýt ráð til lausnar og leiða umræður.
Ef þú vilt leggja spurningar fyrir Drífu, fyrir fundinn, getur þú sent henni þær í netfangið: drifabg@gmail.com
 
Fræðslufundirnir eru opnir öllum, en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin geta gert það hér:
Vegna COVID faraldursins verður sérstaklega gætt að sóttvörnum og fundinum verður einnig streymt á lokað svæði skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna á Facebook, ADHD í beinni.
 
Fræðslufundirnir eru opnir öllum, en þeir sem vilja ganga í ADHD samtökin geta gert það hér:
 
Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna hér ----> ADHD í beinni:

Alla fyrirlestrana sem þegar hafa verið haldnir má nálgast á síðu ADHD samtakann - Opnir fræðslufundir um ADHD á Facebook | ADHD samtökin
 

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.