ADHD og svefn barna - spjallfundur í beinni!

ADHD og svefn barna - spjallfundur í beinu streymi.
ADHD og svefn barna - spjallfundur í beinu streymi.
Miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:30-22:00 stýrir Dr. Drífa B. Guðmundsdóttir, sálfræðingur umræðum um ADHD og svefnmál barna.
Spjallfundurinn verður haldinn í húsakynnum ADHD samtakanna að Háaleitisbraut 13, 4.hæð í Reykjavík - hámark 10 gestir!
 
Fundinum verður einnig streymt beint í lokaðann hóp skuldlausra félagsmanna ADHD samtakanna ADHD í beinni:
https://www.facebook.com/groups/613013522504922
 
Börn með ADHD upplifa mjög oft erfiðleika með svefn. Ástæðurnar geta verið margskonar og úrræðin sömuleiðis og er reynsla fólks mismunandi og einstaklingsbundin. Lyf hafa einnig ólík áhrif á einstaklinga hvað þetta varðar. Margar leiðir er þó hægt að fara og verða þær helstu kynntar og ræddar á þessu spjallfundi.
 

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.