Áhrif ADHD á sjálfsmynd barna - VESTMANNAEYJAR

Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur fjallar um áhrif ADHD á sjálfsmynd barna.
Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur fjallar um áhrif ADHD á sjálfsmynd barna.
  • ADHD Eyjar halda opinn spjallfund í Vestmannaeyjum um Áhrif ADHD á sjálfsmynd barna, fimmtudaginn 18. mars kl. 17:30-19:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsúm leyfir og fer hann fram í fundarsalnum á flugvelli Vestmannaeyja (gengið er inn vestanmegin).
  • Ragnheiður Sæmundsdóttir sálfræðingur mun í erindi sínu fjalla um áhrif ADHD á sjálfsmynd barna og ungmenna og með hvaða hætti hægt er að hafa uppbyggileg og jákvæð áhrif á þróun sjálfsmyndar hjá barni með ADHD greiningu. Umfjöllunin miðar einnig að styðjandi og hvetjandi þáttum í nærumhverfi barns sem stuðla að góðum samskiptum og tengslamyndun gagnvart jafnöldrum, hvetjandi námsumhverfi og góðri geðheilsu.
  • Hér má sjá Facebook síðu ADHD eyjar
  • ADHD Eyjar Group er hér - spjöllum!
  • Skráðu þig strax á Facebook viðburð spjallfundanna og fáðu áminningu þegar fundurinn nálgast.
  • Við bendum líka á upptökur af nokkrum fræðslufundum ADHD samtakanna um ýmis ADHD málefni sem nálgast má hér.
  • Hægt er að ganga í ADHD samtökinGerast félagsmaður. 

Fjölmennum, fræðumst og skiptumst á reynslusögum og skoðunum um líf með ADHD.