Mannlegi þátturinn - Viðtal við Bóas Valdórsson

Bóas Valdórsson, sálfræðingur við Menntaskólann í Hamrahlíð og stjórnarmaður í ADHD Samtökunum mætti í Mannlega þáttinn í vikunni og ræddi við Guðrúnu Gunnarsdóttur og Gunnar Hansson um málþing samtakanna sem eru haldið nú í Október þar sem mánuðurinn er vitundarmánuður ADHD fólks á heimsvísu. Málþingið snýr að þessu sinni að einstaklingum með ADHD í íþrótta og tómstundastarfi. Bóas segir það gríðarlega mikilvægt að auka þekkingu á því hvernig á að vinna með börnum með ADHD í íþrótta og tómstundarstarfi því oft eru það staðirnir þar sem ADHD krakkar geta náð langt og byggt upp sjálfstraust.

Viðtalið er hægt að nálgast í heild sinni hér. Nánari upplýsingar og skráning á málþingið fer fram hér á heimasíðu samtakanna. Í mánuðinum kynna samtökin einnig til leiks námskeiðið Tíuna sem er nýtt hnitmiðað og fjölbreytt námskeið um ADHD í tveim hlutum fyrir fagfólk sem starfar við íþrótta- og tómstundastarf sem og aðra aðila sem koma að skipulögðu starfi barna með ADHD. Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að finna hér.