Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur.

Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti.
Fyrrum framkvæmdastjóri dæmdur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti.
Þröstur Emilsson var í dag dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en þeirri stöðu gengdi Þröstur á árunum 2013 til 2018. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness var Þresti jafnframt gert að greiða ADHD samtökunum til baka þá fjármuni sem hann dróg sér auk málskostnaðar. Við fyrirtöku málsins, játaði Þröstur brot sín eins og þau voru fram sett í ákæru saksóknara.
 
Dóminn í heild sinni má lesa á heimasíðu Héraðsdóms Reykjaness.
 
ADHD samtökin fagna þeirri niðurstöðu sem nú er fengin í þetta erfiða mál, en allt frá brottvikningu Þrastar í júní 2018, þegar upp komst um brot hans, hefur verið unnið að úrlausn málsins og afleiðingum þess. Þessum erfiða tíma er nú lokið. Framundan eru bjartari tímar og krefjandi verkefni í baráttu fyrir betra lífi og réttindum fólks með ADHD.