Greiðsluþátttaka vegna lyfjakaupa: Kynningarfundur á Akureyri

Fimmtudaginn 18. apríl kynna fulltrúar Sjúkratrygginga Íslands á Akureyri, nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa og þær breytingar sem felast í kerfinu og tengjast ADHD.

Fundurinn verður í sal Ökuskólans í Sunnuhlíð á Akureyri. Gengið er inn frá Skarðshlíð, upp á 2. hæð.

Fundurinn hefst klukkan 20:30.

Allir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis og heitt verður á könnunni.

Kynning á nýja greiðsluþáttökukerfinu á vef Sjúkratrygginga Íslands