Hvað gera ADHD samtökin og hvernig gerum við lífið betra?

Opinn kynningarfundur um ADHD samtökin og leiðir til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Norðurlandi.
Opinn kynningarfundur um ADHD samtökin og leiðir til að bæta lífsgæði fólks með ADHD á Norðurlandi.

Hvað gera ADHD samtökin og hvernig gerum við lífið betra fyrir okkur öll? ADHD Norðurland stendur fyrir opnum kynningar- og spjallfundi á Akureyri, um starf ADHD samtakanna og leiðir til að bæta líf okkar allra, fimmtudaginn 17. október næstkomandi. Fundurinn fer fram í húsnæði Grófarinnar, Hafnarstræti 95 og hefst kl. 20:00.

ADHD samtökin hafa verið að efla starfsemi sína um allt land, ekki síst á Akureyri og er tímabært að ræða um næstu skref og leiðir til að auka lífsgæði fólks með ADHD á Norðurlandi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum mun á fundinum kynna starfsemi ADHD samtakanna og leiða umræður um hvernig við best getum bætt lífsgæði fólks með ADHD, í leik, starfi, námi og lífinu almennt.

Fundurinn ætlaður fólki með ADHD og foreldrum, forráðamönnum og nánum aðstandendum barna og ungmenna með ADHD og öllum þeim sem lifa og starfa með fólki með ADHD.

Með virkri þátttöku fundargesta gefst einnig gott tækifæri til að læra af reynslu annarra og heyra uppbyggjandi reynslusögur. Á fundinum verður einnig hægt að nálgast bæklinga samtakanna, bækur um ADHD og annað fræðsluefni.

Spjallfundir ADHD Norðurland eru haldnir í Grófinni, Hafnarstræti 95., 4. hæð, fyrir ofan Apótekarann í göngugötunni. Fundirnir eru opnir öllum, félögum í ADHD samtökunum, einstaklingum með ADHD, aðstandendum og öðrum áhugasömum um ADHD og skildar raskanir. Hægt er að skrá sig á Facebook viðburð fundanna, þar sem fram koma fyrirhugaðir fundir á Akureyri og fundarefni, en áætlað er einn spjallfundur verði haldinn í hverjum mánuði - skráning hér. 

Enginn aðgangseyrir er að fundunum og er ávallt heitt á könnunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!