Málþing Sjónarhóls á morgun fimmtudaginn 21. mars

 

SKRÁNING Á MÁLÞING SJÓNARHÓLS 2013

Opnað hefur verið fyrir skráningu á málþing Sjónarhóls-ráðgjafarmiðstöðvar

sem haldið verður 21.mars kl. 12:30 - 16:30 á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2

 Athugið að þátttökugjald er kr. 3.000.- 

 Hvað ræður för?

Málþing um þjónustu fyrir börn og ungmenni með verulegan hegðunar- og tilfinningavanda. Málþingið verður haldið á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 12.30-12.40    Setning

                        Ágúst Hrafnkelsson, formaður stjórnar Sjónarhóls

 12.40-13.10    Verkefni Sjónarhóls: Raddir foreldra barna  með  verulega  hegðunar- og tilfinningaörðugleika. 

          Jón Björnsson, sálfræðingur

13.10-13.30   Réttur barna á að þörfum þeirra sé mætt: Hvað segir Barnasáttmálinn? Hverju mun lögleiðing Barnasáttmálans breyta?

           Elísabet Gísladóttir frá Umboðsmanni barna

13.30-13.55    Sjónarhóll foreldra

           Anna Elísabet Gestsdóttir og Sigurður Grétar Sigurðsson

13.55-14.25    Barnavernd og félagsþjónusta við börn með sérþarfir: Hvað hefur tekist vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? Í hverju þurfa  næstu framfarir að felast?

           Rannveig Einarsdóttir, félagsmálastjóri Hafnarfjarðarkaupstaðar

14.25-14.55    Kaffi og léttar veitingar    

14.55-15.20      Sjónarhóll foreldris

            Kristín Ósk Hlynsdóttir

15.20-15.45    Sjónarhóll skólastjóra: Þjónusta grunnskóla við börn með sérþarfir - hvað hefur tekist  vel? Hvað hefur (enn) ekki tekist? Í hverju þurfa næstu  framfarir að felast?

            Ásgeir Beinteinsson,  skólastjóri Háteigsskóla

15.45-16.10    Lausnir á vettvangi til að mæta þörfum barna með hegðunar- og  tilfinningavanda

           Anna-Lind Pétursdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ

16.10-16.30  Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður

Tekið héðan af heimasíðu Sjónarhóls: http://sjonarholl.net/af-nyjum-sjonarholi/frettir/nr/137642/