Námskeið í febrúar

Nú fer febrúarmánuður senn að renna upp og það er vert að minna á að enn eru örfá laus pláss á námskeiðin sem hefjast í mánuðinum. Þau námskeið sem eru staðarnámskeið þ.e. ekki kennd í fjarkennslu fara eftir settum reglum um sóttvarnir og er aðstaða á þann hátt að öryggi allra er tryggð.

Áfram vegin – Netnámskeið Nýtt námskeið fyrir fullorðna með ADHD. Námskeiðið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað ZOOM laugardagana 12. febrúar 2022 og 19. febrúar 2022 frá kl. 11 til 13 hvorn dag. Áskoranir ADHD geta haft margvísleg áhrif í daglegu lífi. Á námskeiðinu skoðum við hvar þær liggja og aðferðir til að takast á við þær og ná betri tökum á þeim. Nánar má lesa um það hér.

Súper Krakkar - Strákar 9-12 en á námskeiðinu læra strákarnir leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Náskeiðið hefst 9. febrúar og líkur 2. mars. Kennt er í fjögur skipti, tvo og hálfan tíma í senn. Nánar má lesa um það hér.

Súper stelpur - Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir 13-16 ára en á námskeiðinu læra stelpurnar leiðir til þess að efla sjálfsmynd, félagsfærni, tilfinningastjórnun og líkamsvirðingu. Náskeiðið hefst 16. febrúar og stendur til 28. apríl. Kennt er í sjö skipti, tvo tíma í senn. Hægt er að nota frístundarstyrkinn til þess að greiða fyrir námskeiðið. Nánar má lesa um það hér.

Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur öðlist góðan skilning á hvað er ADHD og fái einföld og hagnýt ráð við uppeldi barna með ADHD. Námskeiðið er kennt daganna 12. og 19. febrúar, frá 10 til 15 hvorn dag. Nánar má lesa um það hér.